Umhverfisnefnd 12.04.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Þriðjudaginn 12. apríl 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Íris Dröfn Árnadóttir, Símon Þór Gunnarsson  auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

Formaður óskar afbrigða að taka á dagskrá bréf frá íbúum og rekstraraðilum við Norðurgötu um endurbætur á götunni og erindi frá 2356 fundi bæjarráðs. Samþykkt samhljóða.

 

Gerðir fundarins:

1. Norðurgata 8, uppfærðar teikningar, umsókn um breytingu á útliti.

Tekin fyrir umsókn um breytingar á útliti Norðurgötu 8 frá áður samþykktum teikningum. Umsóknin er dagsett 7. apríl sl. frá Símoni Ólafssyni og er í samræmi við teikningar sem nefndin tók til umfjöllunar á síðasta fundi. Breytingin felst í því að setja hornstokka á húsið. Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

2. Norðurgata 3, umsókn um grillpall innan við húsið.

Tekin fyrir að nýju umsókn um leyfi fyrir grillpall við húsið að Norðurgötu 3 frá Ívari Erni Jónssyni sem tekin var fyrir á síðasta fundi og frestað. Umsókninni fylgir útlitsmynd af hliðinni á húsinu með pallinum. Tekið hefur verið tillit til óska nefndarinnar um betra samræmi í útliti pallsins og hússins. Áskilið er að þakhalli fylgi þakhalla hússins og tekið verði tillit til háspennulagna við húshlið og leitað leiðbeininga veitustofnana við undirbúning.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.  

3. Baugsvegur 1. Umsókn um færslu á bílastæði.

Tekin fyrir umsókn frá Kristjáni Loðmfjörð þar sem óskað er leyfis að færa innkeyrslu og bílastæði norður fyrir húsið. Með umsókninni fylgir teikning sem sýnir afstöðu innkeyrslu og bílastæðis á nýjum stað. Fyrir liggur skriflegt samþykki frá eiganda Brekkuvegar 5 sem er næsta hús við Baugsveg 1.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4. Bréf frá íbúum og rekstraraðilum við Norðurgötu um endurbætur á götunni.

Borist hefur bréf frá íbúum og rekstraraðilum við Norðurgötu dagsett 12. apríl um endurbætur á götunni. Farið er fram á að hefja lagfæringar hið fyrsta. Umhverfisnefnd tekur vel í þessa áskorun og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.

5. BR. Tilkynning í fundargerð 2356 fundar, liður 2.3

Borist hefur frá bæjarráði samþykkt um að fela umhverfisnefnd að vinna tillögu að umsögn kaupstaðarins varðandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sbr. erindi frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga frá 5. apríl sl. Nefndin samþykkir að fela formanni að vinna drög og senda á nefndarmenn.

6. Til kynningar:

6.1.BR. Tilkynning í fundargerð 2356 fundar, liður 2.4. Skýrsla Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um úrgangsmál.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.