Umhverfisnefnd 12.12.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 12. desember 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Dagný Ómarsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.  Páll Þór Guðjónsson er fjarverandi og enginn varamaður var gat mætt fyrir hann.

 

Gerðir fundarins:

1. Ránargata 2 umsókn um byggingarleyfi vegna endurnýjunar og viðgerða.

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna endurnýjunar og viðgerða á áhaldahúsinu Ránargötu 2. Meðfylgjandi eru teikningar frá Eflu verkfræðistofu. Gert er ráð fyrir að endurnýja veggja- og þakklæðningar með yleiningum.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

2. Langitangi skipulagslýsing deiliskipulagsáforma vegna hótelbyggingar.

Tekin fyrir skipulagslýsing deiliskipulagsáforma vegna hótelbyggingar í Langatanga 7. Umhverfisnefnd samþykkir að hún verði auglýst og kynnt. 

 

3. Kerfisáætlun Landsnets 2016 - 2025.

Borist hefur bréf til kynningar á kerfisáætlun Landsnets 2016 – 2025, og boð á kynningarfund á Egilsstöðum á morgun. Umhverfisnefnd samþykkir að Óla verði fulltrúi nefndarinnar á fundum.

 

4. Breyting á aðalskipulagi Egilsstaðaflugvallar, beiðni um umsögn.

Umhverfisnefnd tók fyrir lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Egilsstaðaflugvallar. Nefndin fór vel yfir fyrirhugaða breytingu og gerir ekki athugasemdir við lýsingu á þeim.

 

5. Breyting á aðalskipulagi 2010 – 2030, drög að skipulagslýsingu.

Lögð fram að nýju drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar breytta skilmála fyrir íbúðabyggð, atvinnu- og iðnaðarlóðir og breytta landnotkun í Lönguhlíð. Umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst, kynnt og send til umsagnar.

 

6. Oddagata 1 umsögn húsafriðunarnefndar vegna breytinga.

Í umsögn húsafriðunarnefndar kemur fram að sótt er um að færa innganginn á nýjan stað fyrir miðju húsi þar sem kom í ljós að hafði verið inngangur áður.  Húsafriðunarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum um fyrirhugaðar breytingar á húsinu.

 

7. Túngata 12 umsókn/fyrirspurn vegna byggingarleyfis.

Borist hefur umsókn um að breyta geymslu að Túngötu 12 í litla stúdíóíbúð.  Meðfylgjandi eru drög að teikningu, grunnmynd frá Braga Blumenstein arkitekt. Umhverfisnefnd samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu til fasteignaeigenda við Túngötu 8 – 17,  þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

8. Til kynningar:

8.1.Ársfundur HAUST, fundargerðir og gögn.

8.2.Mál 10/2015 úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.40.