Umhverfisnefnd 21.08.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar 

Mánudaginn 21. ágúst 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Páll Þór Guðjónsson auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð. Elvar óskar eftir afbrigði að taka fyrir að ræða gangstétt við Bjólfsgötu. Samþykkt samhljóða.

  

Gerðir fundarins:

1. Skálanes umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Skálanesi frá Ólafi Erni Péturssyni ódagsett. Breytingarnar felast m.a. í endurnýjun á gluggum og hurðum, utanhússklæðningu, fjölgun snyrtinga og byggingu sólstofu. Borist hafa aðalteikningar dagsettar 24. apríl 2017 frá Braga Blumenstein.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

2. Brekkugjá umsókn um framkvæmdaleyfi vegna strenglagnar í jörð.

Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna strenglagnar í jörð á Brekkugjá frá Rarik. Um er að ræða að endurnýja hluta raflínunnar til Mjóafjarðar með jarðstreng á 2 km kafla á Brekkugjá þar sem raflínan brotnaði í ísingarveðri fyrir tveimur árum síðan.

Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar, „Strenglagning um Brekkugjá. Ákvörðun um matsskyldu“ þar sem fram kemur að stofnunin telur að ekki sé líklegt að umrædd framkvæmd muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli ekki vera háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna.   

 

3. BR 2402 3.1. Áætlun vegna refaveiða 2017 - 2019. Umhverfisstofnun 29.06.17.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Gangbrautir á Seyðisfirði samantekt.

Umhverfisnefnd fór yfir samantekt sem Páll og Halla hafa unnið varðandi gangbrautir í kaupstaðnum. Nefndin samþykkir að setja í forgang að mála gangbrautir næst skólanum.

Nefndin leggur til gangbrautir á eftirtöldum stöðum: Yfir Garðarsveg við gatnamót við Suðurgötu, yfir Suðurgötu á móts við skólann á tveimur stöðum, yfir Austurveg við gatnamót við Suðurgötu og Suðurgötu við sömu gatnamót, yfir Austurveg við Skólaveg, yfir Austurveg báðu megin við gatnamót við Lónsleiru og yfir Lónsleiru við sömu gatnamót.  

 

5. Þjónustuhús á hafnarsvæði umsókn um stöðuleyfi.

Óformlega hefur verið óskað eftir stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á Hafnargarðinum frá handverksmarkaðnum en formleg umsókn hefur ekki borist. Fyrirliggjandi umsókn sem er síðan 1. febrúar 2017 uppfyllir ekki skilyrði til að veita stöðuleyfi þar sem þar er gert ráð fyrir að tengja húsið með lögnum.

Búið er að veita byggingarleyfi fyrir húsinu. Umhverfisnefnd mun taka málið til umfjöllunar ef rökstutt erindi um breytingu berst.

 

6. Gangstétt við Bjólfsgötu.

Umhverfisnefnd samþykkir að breyta fyrri ákvörðun nefndarinnar um yfirborðsfrágang á  gangstétt við Bjólfsgötu og samþykkir að hún verði steypt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.