Umhverfisnefnd 22.02.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 22. febrúar 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð, Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Símon Þór Gunnarsson og Íris Dröfn Árnadóttir.

 

Gerðir fundarins:

1. Norðurgata 8 umsókn um byggingarleyfi. Athugasemdir við málsmeðferð, fyrirspurn frá bæjarráði.

Teknar fyrir athugasemdir við málsmeðferð nefndarinnar vegna umsóknar um byggingarleyfi vegna breytinga að Norðurgötu 8 frá Margréti Guðjónsdóttur, sem koma fram í tölvubréfi dagsettu 26. janúar 2016 í fjórum liðum, þar sem athugasemdir koma fram í lið 2 svohljóðandi: 

„2) Við höfum nú móttekið afrit af bókun nefndarinnar frá því í gær. Þar kemur fram að nefndin hafi farið ítarlega yfir fram komnar athugasemdir og umsagnir Minjastofnunar. Við gerum athugsemdir við það að 2 athugasemdir frá íbúum kaupstaðarins hafi verið lagðar fyrir nefndina, í ljósi þess að þær voru ekki hluti af grenndarkynningu“.

Auk þess óskar Margrét eftir frekari leiðbeiningum varðandi túlkun nefndarinnar á hverfisvernd á svæðinu.

Minjastofnun leggst ekki gegn því að bakhúsið verði rifið og endurbyggt í eitthvað breyttri mynd og hnikað til með ákveðnum skilyrðum. Að vandlega athuguðu máli telur meirihluti nefndarinnar að umsókn um bakhúsið fullnægi kröfum um hverfisvernd á svæðinu.

Umhverfisnefnd samþykkir með 4 atkvæðum gegn 1 byggingarleyfisumsókn fyrir Norðurgötu 8B bakhúsið. Áskilið er að haft verði samráð við Minjastofnun um frágangatriði utanhúss.

Páll óskar eftirfarandi bókunar. Ég tel að gluggasetning Norðurgötu 8B samræmist ekki við hverfisverndina sem er í gildi á svæðinu og Norðurgötu 8.

2. Norðurgata 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Afgreiðslu frestað.

3. Ránargata 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar á tímabilinu 1. apríl til 1. nóv. ár hvert.

Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Veðurstofunnar, afgreiðslu frestað.

Afbrigði. Formaður óskar afbrigða að taka á dagskrá sem liði 4 og 5 á dagskrá erindi varðandi sölu gistingar að Austurvegi 18 – 20 og erindi frá 2349 -unda fundi bæjarráðs. Samþykkt samhljóða.

4. Austurvegur 18 - 20, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Afgreiðslu frestað.

5. BR. Tilkynning fundargerð 2349_6.

Í útskrift er svohljóðandi bókun. Vegna liðar 3 í fundargerðinni samþykkir bæjarráð að leggja fyrir umhverfisnefnd til yfirferðar lokaskýrslu Fjarðarárvirkjunar og fleiri gögn sem tengjast málinu.

Nefndin samþykkir að taka sér frest til næsta fundar til að fara yfir gögnin.

6. Til kynningar.

6.1   Fundargerð 127. fundar stjórnar HAUST.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.