Umhverfisnefnd 24.04.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 24. apríl 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir, Halla Dröfn Þorsteinsdóttir og Páll Þór Guðjónsson auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.  Páll og Halla óska eftir afbrigði að taka fyrir erindi varðandi gangbrautir.

 

Gerðir fundarins:

1. Hafnargata 2 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Hafnargötu 2 frá Fagurhól ehf. dagsett 26. janúar 2017. Breytingarnar felast í að breyta rafmagnsverkstæði og bankaútibúi í gistihús.  Borist hafa lagfærðar teikningar af breytingunni, grunnmyndir, dagsettar 31. nars 2017  frá Verkís. Umhverfisnefnd gerir athugasemd við útfærslu á stiga sem uppfyllir ekki grein 6.4.9. í byggingarreglugerð. Fyrir liggja umsagnir eldvarnareftirlits, Haust og Vinnueftirlits sem gera ekki athugasemdir við teikningarnar.

Umhverfisnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu vegna athugasemda við stiga.

 

2. Vesturvegur 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

 

Vesturvegur 8, Gistileyfi í flokki II. – Minna gistiheimili.

Umsækjandi: Lucinda Friðbjörnsdóttir, kt. 021070-5489.

Sótt er um gististað í flokki II, minna gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða nýtt  rekstrarleyfi. Gestafjöldi 8 til 10. 

Lokaúttekt hefur farið fram og starfsemi er að öðru leyti í samræmi við byggingarleyfi.

Húsið stendur á svæði þar sem skilgreind landnotkun er íbúðasvæði samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030.  Samkvæmt 2. gr. 4. mgr. í reglugerð nr. 1277/2016 telst minna gistiheimili vera gisting í atvinnuhúsnæði. Starfsemi er því ekki í samræmi við skipulagsskilmála.

Ekki eru til reglur um afgreiðslutíma gististaða. Staðsetning er ekki í samræmi við samþykktir Bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.

Umsögn Haust liggur fyrir og er neikvæð.

Umsögn eldvarnareftitlits liggur ekki fyrir.

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarráð veiti neikvæða umsögn vegna þessarar umsóknar á grundvelli þess sem að ofan er talið.

 

3. Oddagata 1 bréf eiganda varðandi breytingar á húsinu og skýringar.

Umhverfisnefnd fór yfir bréfið og innsend gögn. Nefndin telur að breytingar á húsinu samkvæmt upplýsingum kalli skilyrðislaust á umsókn um byggingarleyfi með vísan til byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum.

 

4. Túngata 12 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á geymslu í litla íbúð.

Erindið tekið fyrir að nýju. Umsækjandi hefur skilað inn nýrri aðalteikning af fyrirhugaðri breytingu þar sem nágrannar hafa skrifað undir samþykki fyrir breytingunni. Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

5. BR 2393 1.1. Náttúruverndarsamtök Austurlands 07.04.17. Átak í hreinsun ónýtra girðinga árangur og áframhald.

5.1.Í erindinu er óskað eftir stöðuskýrslu vegna hreinsunar ónýtra girðinga á síðasta ári.
Umhverfisnefnd samþykkir að fela varaformanni að vera í sambandi við bæjarverkstjóra með að taka saman skýrslu um stöðu og árangur af hreinsunarátaki síðasta sumars og skila ráðinu.

 

6. Alþingi 87. mál til umsagnar. Velferð og veiðar villtra spendýra

Erindið kynnt.

 

7. Alþingi 114. mál til umsagnar. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaráætlun um kolefnishlutlaust Íslands.

Erindið kynnt.

 

8. Alþingi 333. mál til umsagnar. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

Erindið kynnt.

 

9. Dalbakki 11, fyrirspurn.

Tekin fyrir fyrirspurn frá Sigfúsi Gunnarssyni varðandi framkvæmdir í Dalbakka 11.

Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir upplýsingum um umræddar framkvæmdir hjá eiganda fasteignar.

 

 

10. Til kynningar:

10.1. 134. fundargerð HAUST.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Afbrigði varðandi gangbrautir:

Halla og Páll hafa skoðað gangbrautarmál í kaupstaðnum og tekið saman drög að tillögu að úrbótum. Umhverfisnefnd samþykkir að skoða hana betur og taka fyrir að nýju á næsta fundi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.