Umhverfisnefnd 24.09.18
Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 24. september 2018.
Mánudaginn 24.09.2018 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal í Silfurhöll að Hafnargötu 28. Hófst fundurinn kl. 16:20.
Fundinn sátu:
Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,
Ágúst Torfi Magnússon varaformaður L-lista,
Jón Halldór Guðmundsson í stað Auður Jörundsdóttir L- lista,
Skúli Vignisson D-lista,
Sveinn Ágúst Þórsson D-lista,
Óla Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista, mætti ekki og enginn í hennar stað.
Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði Sigurður Jónsson.
Formaður bar upp tillögu um afbrigði að taka á dagskrá endurskoðun á erindisbréfum. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:/Gerðir fundarins.
1. Baugsvegur 5, umsókn um endurnýjað stöðuleyfi
Tekið fyrir erindi frá Sigurbirni Kristjánssyni dagsett 7. september þar sem hann sækir um endurnýjun á stöðuleyfi.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið og að endurnýjunin gildi til eins árs frá 1. október 2018.
2. Austurvegur 29 beiðni um lóðarstækkun.
Tekið fyrir erindi frá Ingunni Jónasdóttur, dagsett 7. september þar sem hún sækir um stækkun lóðar samkvæmt tillögu á mæliblaði.
Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu og jafnframt verði unnin minniháttar breyting á deiliskipulaginu til að unnt sé að stækka lóðina eins og beðið er um.
3. Umsögn Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun.
Umhverfisnefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn sambandsins en telur ekki ástæðu til að senda sér umsögn frá Seyðisfjarðarkaupstað.
4. BR 2433-17 Endurskoðun aðalskipulags.
Umhverfisnefnd fór yfir stöðu aðalskipulagsins og samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagið verði endurskoðað.
5. Fjárhagsáætlun 2019.
Nefndin fór yfir ramma fjárhagsáætlunar og gögn vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar. Nefndin leggur til við bæjarráð hækkun á ramma skipulags- og byggingarfulltrúa, lykill 922 um 2,5 milljónir króna til að mæta kostnaði við endurskoðun aðalskipulags.
6. Til kynningar
23.1 Fundargerð 134. fundar HAUST., lögð fram til kynningar
23.2 BS bókun vegna mats á burðarþoli Seyðisfjarðar m.t.t. sjókvíaeldis. Lögð fram til kynningar.
7. Erindisbréf endurskoðun.
Formaður kynnti tillögur að endurskoðun erindisbréfa.
Nefndin er fylgjandi því að umhverfisnefnd verði skipt í skipulags- og byggingarnefnd annarsvegar og umhverfisnefnd hins vegar en leggur til að áhaldahús og úrgangsmál verði á starfsviði umhverfisnefndarinnar og fjallskil eingöngu þar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:50.