Umhverfisnefnd 25.02.20
Fundur umhverfisnefndar 25. febrúar 2020
Þriðjudaginn 25.02.2020 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20
Fundarmenn:
Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Dagskrá
Erindi:
1. Vesturvegur 4 – ósk um breytingu á notkun lóðar
Malarvinnslan ehf. kt. 471108-2190 eigandi Vesturvegar 4 óskar eftir breytingu á notkun lóðarinnar úr íbúðarhúsalóð í verslun og þjónustu. Lóðin er með landnúmerið L155273.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á landnotkun við Vesturveg 4 með landnúmerið L155273. Tilgangurinn með tillögunni er að landnotkunin leyfi verslunar- og þjónustusvæði í bland við íbúðabyggð. Umhverfisnefnd telur að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé um að ræða þar sem nærliggjandi svæði eru ýmist þjónustusvæði eða blönduð byggð.
2. Við Lónið – Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
Beiðni um umsögn frá sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði, og skemmtanahald. Gistileyfi í flokki II. Stærra gistiheimili. Gestafjöldi: 18. Umsækjandi er Við Lónið ehf. Kt. 590515-1080. Starfstöð: Norðurgötu 8, 710 Seyðisfirði. Fasteignanr. 216-8704. Heiti: Við Lónið Guesthouse. Forsvarsmaður: Margrét Guðjónsdóttir kt. 141281-5179
Landnotkun er í samræmi við aðalskipulag. Lokaúttekt hefur farið fram. Umsögn Heilbrigðisnefndar Austurlands liggur ekki fyrir. Umsögn Brunavarna Austurlands liggur ekki fyrir.
Umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að kalla eftir þeim gögnum sem uppá vantar.
3. Suðurgata 2 – ósk um breytingu á lóðamörkum.
Ólafur Pétursson kt. 010478-5619 sækir um breytingu á legu lóðarinnar við Suðurgötu 2 skv. meðfylgjandi tillögu að lóðarblaði. Lóðin er með landnúmerið L155243. Heildarstærð lóðarinnar er óbreytt skv. tillögunni en ósk um nýja legu lóðamarka.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.
4. Fjarðarárvirkjun - deiliskipulag.
Staða á deiliskipulagi fyrir Fjarðarárvirkjun kynnt. Vinna við uppfærslu deiliskipulagsins er í gangi hjá Verkís Verkfræðistofu.
Lagt fram til kynningar
5. Strandarvegur 13 – kæra vegna útgáfu byggingarleyfis og aðalskipulags
Í úrskurði UUA er kæru vegna byggingarleyfis fyrir Strandarveg 21 vísað frá.
Lagt fram til kynningar
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17.39.