Umhverfisnefnd 25.11.19
Fundur umhverfisnefndar 25. nóvember 2019
Mánudaginn 25.11.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20
Fundarmenn:
Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Dagskrá
Erindi:
1. Hafnargata 15. Umsókn um stöðuleyfi.
Björgunarsveitin Ísólfur kt. 580484-0349 að Hafnargötu 15, sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gámi meðan á byggingarframkvæmdum stendur. Gámurinn mun standa innan lóðamarka við Hafnargötu 15.
Umhverfisnefnd bendir á að skv. aðalskipulagsbreytingu frá apríl 2017 þarf ekki að sækja sérstaklega um stöðuleyfi vegna gáma eða gámahúsa á iðnaðar- og athafnarsvæðum enda greiði eigendur stöðuleyfis- og eftirlitsgjöld skv. ákvörðun bæjarstjórnar hverju sinni.
2. Gjaldskrá. Uppfærsla byggingaleyfisgjalda
Uppfærsla á gjaldskrá um byggingaleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld. Gildandi gjaldskrá er frá árinu 2013.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja og birta í B-deild Stjórnartíðinda uppfærða gjaldskrá um byggingaleyfisgjald, afgreiðslu- og þjónustugjöld byggingafulltrúa, framkvæmdarleyfisgjöld og gjöld vegna skipulagsbreytinga í Seyðisfjarðarkaupstað.
3. Bréf til gámaeiganda
Bréf til gámaeigenda lagt fyrir nefndina. Á hefðbundnum nefndarfundi umhverfisnefndar Seyðisfjarðar sem haldinn var þann 3. október sl. undir lið 5 „Gámur við Auðbjörgu“ skapaðist almenn umræða um gámamál innan sveitarfélagsins. Byggingafulltrúa var falið að útbúa drög að bréfi fyrir nefndina sem sent yrði síðan til gámaeigenda í bænum sem ekki hefðu gild stöðuleyfi.
Umhverfisnefnd samþykkir bréfið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að senda bréfið á gámaeigendur eða eftir atvikum lóðaleyfishafa.
4. Breytingar á póstnúmerum
Tilkynning um breytingar á póstnúmerum sveitarfélaga frá Þjóðskrá Íslands.
Lagt fram til kynningar
5. Deiliskipulag Hlíðar- og Múla
Bréf frá Skipulagsstofnun ásamt umsögn frá Minjastofnun Íslands vegna deiliskipulags Hlíðar- og Múla lagt fyrir.
Lagt fram til kynningar.
Sveinn víkur af fundi kl.18.06.
6. Hafnargata 42. Umsókn um breytingu á lóð
Sveinn Ágúst Þórsson kt. 130782-3299 sækir um breytingu á legu lóðar við Hafnargötu 42. Heildarstærð lóðarinnar helst óbreytt 799 m2 mv. fasteignaskráningu hjá Þjóðskrá Íslands.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.
7. Hafnargata 35-37. Uppskipting á lóð
Sveinn kallaður aftur til fundar kl. 18.31.
Beiðni frá Hafnarmálaráði um uppskiptingu lóðarinnar Hafnargötu 35-37. Lóðin mun skiptast í tvær lóðir 35 og 37. Stærð lóðarinnar Hafnargata 35 verður 4260 m2 eftir breytingu. Eignir sem munu fylgja lóð við Hafnargötu 35:
Mhl. 01 Vörugeymsla byggð 1881, 581 m2.
Mhl. 02 Trébryggja i byggð 1957, 521 m2
Mhl. 03 Trébryggja ii byggð 1968, 600 m2
Mhl. 04 Trébryggja iii byggð 1969, 744 m2
Stærð lóðarinnar við Hafnargötu 37 verður 280 m2 eftir breytingu. Eign sem fylgir lóðinni: Mhl. 06 Safnahús byggt 1986, 160 m2
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.
8. Fancy sheep
Eigendur Fancy sheep kynna matarbílarekstur og lýsa yfir áhuga sínum um rekstur bílsins hér í sveitarfélaginu.
Umhverfisnefnd líst vel á hugmyndina og hvetur eigendur að sækja um tilskilin leyfi.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 19.20.