Umhverfisnefnd 02.09.2019
Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 02. sept 2019.
Mánudaginn 02.09.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:30
Fundarmenn:
Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Helgi Örn Pétursson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista, Óla Björg Magnúsdóttir og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka erindi frá Vilhjálmi Konráðssyni um námu í Stafdal sem afbrigði á dagskrá. Var samþykkt samhljóða.
Erindi:
1. Strandarvegur 21 – Reyndarteikningar, úrskurður UUA
Útskrift úr fundagerð 2475. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 10.07.2019. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála – 04.07.2019 – Strandarvegur 21, reyndarteikningar. Beiðni bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar um að úrskurðarnefndin úrskurði um hvort samþykkt reyndarteikninga af innra skipulagi Strandarvegar 21 teljist fela í sér ákvörðun um byggingarleyfi er vísað frá.
Lagt fram til kynningar.
2. Samband íslenskra sveitarfélaga – 31.07.2019 – fyrirmynd að gjaldskrá byggingarfulltrúaembætta.
Útskrift úr fundargerð 2479. fundar bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 07.08.2019. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar, umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa. Leiðbeiningar um gjaldskrár byggingarfulltrúaembætta. Drög send út til umsagnar.
Umhverfisnefnd felur byggingafulltrúa að vinna drög að tillögu um raunhæft tímagjald fyrir næsta fund.
3. Fjörður 4 – Stækkun lóðar, drög að samningi
Fyrir liggja drög að samningi vegna stækkun lóðar fyrir Fjörð 4.
Á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 um grenndarkynningu sendi skipulags- og byggingafulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar gögn á eigendur nágrannahúsa sem talin höfðu mögulegra hagsmuna að gæta. Gefin var fjögra vikna frestur til og með þriðjudeginum 27. ágúst sl. til að gera athugasemdir vegna áðurnefndra framkvæmda. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingafulltrúi Seyðisfjarðar hefur gert drög að nýjum lóðaleigu-samningi vegna fyrirhugaðrar stækkunar á lóðinni við Fjörð 4.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan lóðaleigusamning
4. Leirubakki 9 – Umsókn um nýjan lóðaleigusamning
Vilborg Borgþórsdóttir kt. 111061-5219 óskar eftir samþykktum teikningum og nýjum lóðaleigusamningi frá Seyðisfjarðarkaupstað fyrir húseignina Leirubakka 9. Samkvæmt lóðaleigusamningi frá árinu 1979 er húseignin með heimilisfangið Gilsbakki 8a.
Aðaluppdrættir áritaðir af byggingafulltrúa eru ekki til hjá embætti byggingafulltrúa.
Umhverfisnefnd harmar það að samþykktir aðaluppdrættir skulu ekki vera til hjá embætti byggingafulltrúa. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan lóðaleigusamning.
5. Hlíðarvegur 12 – Umsókn um stækkun á byggingareit
Margrét Guðjónsdóttir kt. 141281-5779 sækir um stækkun fyrirhugaðs byggingareits á lóð við Hlíðarvegar 12.
Skipulagsráðgjafi sveitarfélagsins leggur til að stækka frekar lóðina sjálfa á kostnað næstu lóðar þar sem annars væri fyrirhugaður byggingareitur komin mjög nálægt aðliggjandi læk. Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að fyrirhuguð lóð verði stækkuð um 3 m til norðurs og verður þá lóðin 1020,6 m2 að stærð. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að stækkunin verði samþykkt.
6. Gamla Apótekið – umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis
Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis skv. Lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sótt er um í flokki II sem er gististaður án veitinga. Tegund gististaðar er minna gistiheimili. Umsækjandi er Gamla Apótekið kt. 5806281160. Heiti: Gamla Apótekið. Gestafjöldi: 6. Starfsstöð: Suðurgötu 2, 710 Seyðisfirði. Fastanr. F2168819. Forsvarsmaður: Rannveig Þórhallsdóttir kt. 090274-5709.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 25. júní sl. Formgalli var í umsókn þar sem merkt var við stærra gistiheimili í stað minna eins og ætlunin var skv. eiganda.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur gefið út starfsleyfi miðað við minna gistiheimili.
Jákvæð umsögn frá Brunavörnum á Austurlandi miðað við 6 gesti
Umhverfisnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að samþykkja erindið á þeim forsendum að um minna gistiheimili sé að ræða. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.
7. Umhverfisstofnun - 12.07.2019 – Samráð – Stefna í úrgangsmálum.
Erindi vísað frá bæjarráði þann 24. júlí sl. til fyrir töku í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar. Umsögn um stefnu í meðhöndlun úrgangs.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við úrgangsstefnuna.
8. Miðbæjarskipulag – Möguleg lausn
Lengi hefur verið í umræðunni að skapa miðbæjarstemningu á svæðinu við Norðurgötu og Bjólfsgötu. Í september er áætlað að helluleggja hluta af Bjólfsgötunni. Í þeirri vinnu voru mismunandi skoðanir um frágang á gangstéttum svo ákveðið var að fá tillögu um mögulega lausn til umræðu.
Umhverfisnefnd fagnar því að það séu komin drög að útliti miðbæjar. Nefndinni líst vel á framlagðar hugmyndir og leggur til að sótt verði um styrki til verksins í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
9. Efla 21.08.2019 – Sundhöll, viðhalds- og endurbótatillögur
Úttektin er hluti af framkvæmdaáætlun ársins 2019 og fellur vel að verkefninu sem Húsafriðunarnefnd styrkti árið 2018. Húsafriðunarnefnd styrkti Seyðisfjarðarkaupstað um 2.000.000 til úttektar á Sundhöllinni. Þórhallur Pálsson hefur skilað ástandsskýrslu, en í hana vantaði kostnaðarmat á viðhaldi og endurbótum auk þess liggur fyrir fundinum úttektar og kostnaðaráætlun Eflu. Skýrslurnar þarf að skoða og samræma. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að bera þær saman og að koma með tillögu að næstu skrefum sem og forgangsraða í samvinnu við Minjastofnun.
Umhverfisnefnd fagnar framlögðum tillögum á viðhaldi og endurbótum Sundhallarinnar.
10. Fjárhagsáætlun Umhverfisnefndar
Fjárhagsrammi umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa til umræðu í nefnd.
Umhverfisnefnd hefur hafið umræður á fjárhagsáætlun. Málið er í vinnslu.
11. Þófi og Botnar – Ferð til Sviss og Austurríkis vegna ofanflóðamála
Fulltrúa Seyðisfjarðar býðst að fara með í ferð sérfræðinga til Sviss og Austurríkis vegna ofanflóðamála í október nk. Bæjarráð leggur til að skipulags- og byggingafulltrúi fari í þessa ferð.
Umhverfisnefnd leggur til að leitað verði til fulltrúa Veðurstofunnar á Seyðisfirði til að fara í ferðina ásamt skipulags- og byggingafulltrúa.
12. Byggingarleyfisgjöld
Byggingaleyfisgjöld lögð fyrir nefnd.
Málið er í vinnslu
13. Fjallskil – Tillaga að nýjum umsjónaraðila
Tillaga fjallskilastjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar um að Guðjón Sigurðsson taki að sér að halda utan um smalamennsku í Seyðisfirði. Hans hlutverk er að stýra smölun og safna saman mannskap til verksins.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
14. Ljósleiðari – strenglagning um Austdal
Rarik sækir um framkvæmdarleyfi vegna lagningu háspennustrengs og ljósleiðara sem mun koma í stað loftlínu í Austdal.
Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til fullnaðar afgreiðslu í bæjarstjórn.
15. Umsókn um nýtt námuleyfi
Vilhjálmur Konráðsson fyrir hönd Landsverk ehf. Kt. 590907-0730 sækir um vinnslu og rekstrarleyfi fyrir námu á eystri bakka Stafdalsár skv. meðfylgjandi teikningu. Reiknað er með vinnslu á efni allt að 45.000 m3 efnis á um 9.000 m2 svæði. Efnistaka er áætluð á 10 ára tímabili.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram. Nefndin leggur áherslu á að frágangur á svæðinu, á nýtingatíma, verði eins snyrtilegur ásýndar og unnt er.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 21:01.