Umhverfisnefnd 27.03.17

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 27. mars 2017 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Íris Dröfn Árnadóttir,  Páll Þór Guðjónsson og Halla Dröfn Þorsteinsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð. 

Gerðir fundarins: 

1. Hafnargata 2 beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.

Tekin fyrir beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi. Umhverfisnefnd getur ekki gefið umsögn um umsóknina með vísan til 4. mgr. laga nr. 85/2007 þar sem enn hefur ekki verið gefið út byggingarleyfi fyrir framkvæmdum við húsið. Beiðni hafnað.

 

2. Vesturvegur 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Vesturvegur 8Gistileyfi í flokki II. – Minna gistiheimili.

Umsækjandi: Lucinda Friðbjörnsdóttir, kt. 021070-5489.

Gististaðurinn er í flokki II, minna gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða nýtt  rekstrarleyfi. Gestafjöldi 8 til 10.

Umsagnir hafa ekki borist frá lögbundnum umsagnaraðilum. Nefndin fór yfir skipulagsmál á svæðinu og samþykktir bæjarstjórnar varðandi leyfisveitingar til sölu gistingar á ibúðasvæðum. Afgreiðslu frestað.

 

3. Smyril – Line umsókn um leyfi til að setja upp skilti.

Borist hefur umsókn frá Smyril – Line um leyfi til að setja upp skilti til að upplýsa farþega Norrænu. Þar sem er verið að samræma skilti á austurlandi leggur umhverfisnefnd áherslu á að þessi skilti verði líka samræmd í útliti og staðsetningu við þær hugmyndir sem Austurbrú hefur forystu um að láta vinna til að samræma útlit skilta í fjórðungnum.

Varðandi staðsetninguna þá samþykkir nefndin að skiltið á áningastað við Vesturveg verði samsíða skilti Vegagerðarinnar í framhaldi af skiltinu hægra megin.

Varðandi skilti við Ránargötu samþykkir nefndin til að skiltið verði sunnan megin við innkeyrsluna.

Varðandi skiltið við Lónsleiru samþykkir nefndin að það verði fært fjær gatnamótunum.

Nefndin óskar eftir því að skilti við Ránargötu og Lónsleiru verði lækkuð, þannig að heildarhæð verði ekki meiri en 150 sm. yfir jörð.

Nefndin samþykkir ekki að undirstaða verði steypuplattar heldur verði þau kyrfilega fest þannig að ekki skapist hætta af skiltunum.

Áskilið er að endanleg staðsetning verði ákveðin í samráði við Vegagerðina, Lögregluna á Austurlandi og bæjarverkstjóra.

 

4. Götuskilti svar við fyrirspurn.

Borist hefur svar frá bæjarráði varðandi fjárveitingu til skilta. Umhverfisnefnd fór yfir bréfið.

 

5. Túngata 12 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á geymslu í litla íbúð.

Grenndarkynning er í vinnslu. Staða á grenndarkynningu kynnt.

 

6. BR 2387 2.14. Ósk um tilnefningar til umhverfisviðurkenningarinnar Kuðungsins.

Erindi barst ekki í tæka tíð.

 

7. BR 2390 2.2. Samband sveitarfélaga á Austurlandi 16.03.17. Beiðni frá Orkustofnun um upplýsingar fyrir virkjunarkosti.

Umhverfisnefnd sér ekki virkjunarkosti í sveitarfélaginu til að benda á í þessu skyni.

 

8. BR 2390 2.3. Alþingi 17.03.17. Frumvarp til laga um umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.

Formanni falið að skoða frumvarpið og nefndarmenn komi ábendingum til hans sem fyrst.

 

9. Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar, auglýsing og kynning.

Umhverfisnefnd samþykkir að stefna að kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar breytta skilmála fyrir íbúðabyggð, atvinnu- og iðnaðarlóðir og breytta landnotkun í Lönguhlíð mánudaginn 10. apríl kl. 16:00 – 18.00.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.10.