Umhverfisnefnd 27.04.20

Fundur umhverfisnefndar 27. apríl 2020. 

Mánudaginn 27.04.2020 hélt  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar nefndarfund í gegnum Zoom fjarfundarkerfi. Fundurinn  hófst kl. 16:20

Fundarmenn:

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

Dagskrá

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka erindi frá eigendum Öldunnar um hugmyndir að frágangi á göngugötu við Norðurgötu 2. Erindið verður númer 4 í dagskránni.

 

Erindi:

1. Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps – skipulagslýsing til kynningar

Skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016 til umsagnar.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og leggur til við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um málið.

 

2. Tillaga með tímabundinni breytingu á landnotkun vegna Strandarvegar 21

Um er að ræða tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna Strandarvegar 21. Breytingin hefur tímabundið gildi og miðast við 6 ár frá gildistöku skipulagsbreytingarinnar. Landnotkunin mun heimila gistirekstur sem takmarkast við 25 gesti skv. starfsleyfi.

Umhverfisnefnd fagnar því að komin sé reikniregla fyrir leyfilegan mannfjölda á svæðinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hopa hvergi í þessu máli og samþykkja tillöguna svo hægt sé að leiða málið til lykta.     

 

3. Hafnargata 12 – Breyting á gluggum og klæðningu

Snædís Róbertsdóttir kt. 140471-4459 sækir um leyfi fyrir breytingum utanhúss í íbúðarhúsi sínu við Hafnargötu 12. Fyrirhugaðar breytingar eru á gluggum og klæðningu utanhúss. Bygginarár hússins er skráð árið 1880 og er því húsið friðað skv. lögum. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir og er jákvæð. Framkvæmdin er undanþegin byggingarleyfi skv. gr. 2.3.5 Byggingareglugerðar 112/2012.

Lagt fram til kynningar

 

4. Norðurgata 2 – Hluti af miðbæjarskipulagi

Davíð Kristinsson kom og kynnti erindið. Eigendur Öldunnar vilja leyfi bæjaryfirvalda til að byggja upp útisvæðið fyrir framan Norðurgötu 2 sem er hluti af götunni. Að fá leyfi til að laga undirlag með hellulögn eða öðru sambærilegu efni og stúka svæðið af að hluta.

Umhverfisnefnd tekur vel í erindið. Nefndin leggur áherslu á að horfa á götuna sem eina heild og hún falli að framtíðaráformum miðbæjarskipulags. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að verða við erindinu og fela skipulags- og byggingafulltrúa að klára málið með hluteigandi aðilum.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18.05.