Umhverfisnefnd 28.10.19

Fundur umhverfisnefndar 28. október 2019. 

Mánudaginn 28.10.2019 kom  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20

Fundarmenn:

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

Dagskrá 

Erindi:

1. Hafnargata 42. Minniháttar breyting utanhúss.

Elfa Hlín Pétursdóttir kt. 190874-3549 tilkynnir um minniháttar breytingu utanhúss í Hafnargötu 42. Um er að færslu á kjallaraútihurð. Umsögn Minjastofnunar fylgir með sem fylgigagn. Breytingin er undanþegin byggingarleyfi skv. gr. 2.3.5 Byggingar reglugerðar 112/2012. 

Umhverfisnefnd frestar málinu og felur byggingafulltrúa að kalla eftir gögnum.

 

2. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gámi

Óttarr Ingimarsson kt. 041051-2139 sækir um stöðuleyfi fyrir gámi. Staðsetningin er austan við Brimberg milli tveggja gáma. Þarf að hafa aðgang að rafmagni og vatni.

Umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi gáms til eins árs en bendir á að sveitarfélagið leggur ekki til vatn og rafmagn.

 

3. Nordregio Forum 2019

Nordregio Forum 2019, hæfni svæða með seiglu, verður haldið í Hörpu í Reykjavík dagana 27. – 28. nóvember nk.

Lagt fram til kynningar

 

4. Skipulagsdagurinn 2019

Skipulagsdagurinn 2019 – Vettvangur umræðu um skipulagsmál verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu 8. nóvember nk. Yfirskrift dagsins er „Skipulag um framtíðina, samspil skipulags við áætlanagerð um byggð, samgöngur og nýtingu lands“.

Umhverfisnefnd leggur til að skipulags- og byggingafulltrúi verði fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar á Skipulagsdaginn.

 

5. Ársfundur Umhverfisstofnunar 2019

Ársfundur Umhverfisstofnunar verður haldinn á Egilsstöðum fimmtudaginn 14. nóvember nk. Dagskrá fundarins og staðsetning verður send út síðar.

Lagt fram til kynningar.

 

6. Ferjuhús - spennistöð, umsókn um byggingarleyfi

Fyrir hönd Seyðisfjarðarhafnar kt. 560269-4049 sækir Óli Metúsalemsson kt. 270754-4579 um byggingarleyfi á viðbyggingu fyrir nýja spennistöð vegna landtengingar Norrænu við Ferjuleiru 1 með fasta númer eignar F2267747.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar öll tilskilin göng liggja fyrir.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17.10.