Umhverfisnefnd 29.01.18

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar 

Mánudaginn 29. janúar 2018 kom umhverfisnefnd saman til fundar á bæjarskrifstofu Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Dagný Ómarsdóttir og Halla Dröfn Þorsteinsdóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Gerðir fundarins:

1. Snjómokstur, kvartanir, endurskoðun á snjómoksturskorti.

Mættur á fund umhverfisnefndar Gunnlaugur Friðjónsson bæjarverkstjóri. Farið yfir gildandi snjómoksturskort og bæjarverkstjóri lýsti verklagi og skipulagi við snjómokstur og þeim aðstæðum sem geta komið upp og kalla á frávik frá kortinu. Einnig kom fram að snjómokstursþjónusta á höfninni hefur aukist talsvert umfram það sem var þegar gildandi snjómoksturskort var samþykkt. Umhverfisnefnd og bæjarverkstjóri eru sammála að leggja til við bæjarráð að gera eftirfarandi breytingar á snjómoksturskortinu: Múlavegur áfram Hlíðarvegur og Garðarsvegur að leikskólanum verði gerður appelsínugulur. Breyta lit á Skólavegi í gulan. Lónsleira að upplýsingamiðstöð verði blá. Botnahlíð að húsi nr. 19 verði appelsínugult. Ránargata að Báru, Ránargata 8 og Farfuglaheimili, Ránargötu 9 verði grænt.

 

2. Strandartindur teikning af breytingum að Strandarvegi 21. Umsögn VÍ.

Borist hefur umsögn Veðurstofunnar um drög að teikningunum að breytingum þar sem gert er ráð fyrir gistiaðstöðu í ytra húsinu. Fram kemur í umsögninni að Veðurstofan leggst gegn því að þessi breyting verði heimiluð og telur að það auki viðveru á hættusvæði og sé þar með andstætt lögum um varnir gegn ofanflóðum. 

Með vísan til umsagnar Veðurstofunnar getur Umhverfisnefnd ekki fallist á umbeðna breytingu að Strandarvegi 21.

 

3. Davíðsstaðir tillaga á vinnslustigi.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagaða tillögu.

 

4. Lagarfell tillaga á vinnslustigi.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagaða tillögu.

 

5. Hafnargata 15 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga að Hafnargötu 15 frá Kristjáni Kristjánssyni fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Meðfylgjandi eru teikningar af breytingunum dagsettar 17.01.2017 frá Eflu. Aðalhönnuður Sigurjón Hauksson.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

6. Vesturvegur 4 umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á Vesturvegi 4 frá Rúnar Laxdal Gunnarssyni. Meðfylgjandi eru teikningar af breytingunum dagsettar 19.12.2017 frá Stúdíó Norður. Aðalhönnuður Guðmundur Ó. Unnarsson.

Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir umsögn húsafriðunarnefndar. Afgreiðslu frestað.

 

7. Til kynningar.

7.1 Fundargerð 138. Fundar HAUST.

Lögð fram til kynningar.

7.2 Úrskurður ÚUA vegna kæru um að fjarlægja bifreið af einkalóð

Lagður fram til kynningar. 

7.3 Samantekt af ársfundi umhverfisstofnunar 2017.

Lögð fram til kynningar.

7.4 Skýrsla um rannsókn á víðernum á miðhálendinu.

Lögð fram til kynningar.

7.5 Kynning á starfsleyfisumsóknum fyrir olíubirgðastöðvar á Austurlandi.

Lögð fram til kynningar.

7.6 Skýrsla um rannsókn á víðernum á miðhálendinu.

Lögð fram til kynningar.

7.7 Umhverfisskýrsla SFS.

Lögð fram til kynningar.

7.8 Baugsvegur 5 afgreiðsla bæjarráðs á fundi 2417, liður 2.1a..

Lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50.