Umhverfisnefnd 29.10.18

Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 29. október 2018.

Mánudaginn 29.10 2018 kom  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í  fundarsal í Silfurhöll að Hafnargötu 28.  Hófst  fundurinn kl. 16:20.

 

Fundinn sátu:

Ágúst Torfi Magnússon varaformaður L-lista,

Auður Jörundsdóttir L- lista,

Skúli Vignisson D-lista,

Sveinn Ágúst Þórsson D-lista,

Óla Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista,

Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista boðaði forföll vegna veikinda og varafulltrúi gat ekki mætt.

 

Fundargerð ritaði Sigurður Jónsson.

Varaformaður bar upp tillögu um afbrigði að taka á dagskrá endurskoðun á aðalskipulagi. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:/Gerðir fundarins:

1. Strandarvegur 13, umsókn um byggingarleyfi.

Tekið fyrir að nýju erindi frá Lunga Skólanum sem tekið var fyrir á fundi nefndarinnar í ágúst. Borist hefur umsögn Veðurstofu Íslands. Nefndin samþykkir að vísa bréfinu til umsækjanda og óska eftir rökstuðningi fyrir því að fyrirhugaðar breytingar séu í samræmi við grein nr. 21 í reglugerð nr. 505/2000 um  varnir gegn ofanflóðum.

 

2. Hafnargata 2, umsókn um byggingarleyfi.

Tekið fyrir erindi frá Birni Sveinssyni, dagsett 18. október þar sem sótt er um breytingu á áður innsendri og samþykktri byggingarleyfisumsókn, 2 herbergjum breytt í litla íbúð.

Teikningar hafa ekki borist, afgreiðslu frestað.

 

3. Deiliskipulag við Hlíðarveg, skipulagslýsing.

Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir íbúðarsvæði við Múlaveg og Hlíðarveg. Umhverfisnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.

 

4. Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Lönguhlíð.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar er varðar breytta landnotkun í Lönguhlíð og breytingu á skilmálum skipulagsins fyrir íbúða- og atvinnusvæði. Einnig breytingu á deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð. Umhverfisnefnd samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að þær verði auglýstar og kynntar á vinnslustigi.

 

5. Gangbrautir og umferðaröryggismál.

Tekið fyrir að ræða gangbrautir og umferðaröryggismál í kaupstaðnum. Umhverfisnefnd gerði í fyrra tillögur að breytingum og að bæta við gangbrautum. Nefndin óskar eftir að merkingar við Suðurgötu við skólann á milli skólans og torgsins verði bættar. Sett verði upp merki um börn að leik, hámarkshraði 30 km verði merktur báðum megin í götunni. Gangbrautirnar milli skólans og torgsins verði merktar.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að kannað verði að láta vinna umferðararöryggisáætlun fyrir Seyðisfjörð.

 

6. BS 1741-4 endurskoðun aðalskipulags.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi nr. 1741 að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags og fól umhverfisnefnd og skipulagsfulltrúa að stýra þeirri vinnu. Nefndin samþykkir að hefja undirbúning að gerð verkefnislýsingar fyrir endurskoðunina.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:30.