Umhverfisnefnd 30.05.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar

Mánudaginn 30. maí 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15. Mættir Elvar Snær Kristjánsson, Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Halla Dröfn Þorsteinssdóttir og Íris Dröfn Árnadóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð. Formaður lagði til afbigði að taka á dagskrá erindi frá Skaftfell vegna færslu á listaverki sem barst eftir að fundarboð var sent út. Samþykkt samhljóða.

 

Gerðir fundarins:

1. Langitangi 7, aðalskipulagsbreyting skipulagslýsing.

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar landnotkun að Langatanga 7. Umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsinguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst og kynnt og send til umsagnar.

 

2. Vestdalseyri, aðalskipulagsbreyting skipulagslýsing.

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi er varðar landnotkun á Vestdalseyri. Umhverfisnefnd samþykkir skipulagslýsingun fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst og kynnt og send til umsagnar.

 

3. Suðurgata 2, Sterling umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga.

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi frá Ólafi Erni Péturssyni vegna breytinga á Sterling í gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar ódagsettar sem unnar eru af Bæring B. Jónssyni hjá Glámu-Kím. Einnig fylgir umsögn Minjastofnunar dagsett 9. maí 2016 um teikningarnar þar sem fram kemur að stofnunin tekur jákvætt í erindið. Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

4. Norðurgata 8, umsögn Minjarstonfunar um hornstokka á húsið.

Lögð fram umsögn Minjastofnunar dagsett 19. apríl 2016 um umsókn Símonar Ólafssonar um að gera breytingar á áður samþykktum teikningum af Norðurgötu 8 er varðar að setja hornstokka á húsið. Fram kemur að Minjastofnun mælir ekki með því að hornstokkar verði settir á húsið þar sem þeir eru ekki hluti af upprunalegri gerð þess. Umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun.

 

5. Hafnargata 47, umsókn um byggingarleyfi vegna klæðningar utanhúss.

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá Gullberg um endurnýjun veggja- og þakklæðninga að Hafnargötu 47. Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

6. Kerfisáætlun Landsnets, matslýsing beiðni um umsögn.

Lögð fram beiðni um umsögn við matslýsingu vegna kerfisáætlunar Landsnets. Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemd við matslýsinguna.

 

7. Vesturvegur 8, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Borist hefur umsagnarbeiðni embættis Sýslumannsins á  austurlandi um eftirfarandi umsókn um rekstrarleyfi á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:

Vesturvegur 8,

Umsækjandi: Lucinda Svana Friðbjörnsdóttir., kt. 021070-5489.

Gististaðurinn er í flokki I skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (heimagisting). Um er að ræða nýtt leyfi.

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

 

8. Naust, beiðni um samstarf um girðingarverkefni.

Lagt fram erindi frá Naust um samstarf um girðingarverkefni. Verkefnið felst einkum í því að hreinsa til og fjarlægja gamlar ónýtar girðingar. Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við bæjarráð að taka þátt í verkefninu.

 

9. Beiðni um um umsögn um frumvarps til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða, 670 mál.

Lögð fram beiðni um umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða, 670 mál. Frestur til að skila umsögn rann út þann 18. maí sl.  Umhverfisnefnd tekur undir umsögn sambands íslenskra sveitarfélaga og hefur ekki frekari athugasemdir við frumvarpið.

 

10. Beiðni um um umsögn um frumvarps til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673 mál.

Lögð beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673 mál. Frestur til að skila umsögn rann út þann 18. maí sl. Umhverfisnefnd tekur undir umsögn sambands íslenskra sveitarfélaga og hefur ekki frekari athugasemdir við frumvarpið.

 

11. Afbrigði, umsókn um leyfi til að færa listaverk frá Skaftfelli í Hafnargarð.

Með tölvupósti þann 27. maí sl. óskar Tinna Guðmundsóttir f.h. Skaftfells eftir leyfi til að færa listaverk sem stendur innan við Skaftfell í Hafnargarðinn. Meðfylgjandi eru myndir og lýsing af listaverkinu. Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði það fjarlægt í lok ágúst samkvæmt erindinu.

 

12. Til kynningar:

12.1. Fundargerð 129. fundar stjórnar HAUST.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.45.