Umhverfisnefnd 30.08.18

Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 30. ágúst 2018. 

Fimmtudaginn 30.08 2018 kom  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 16:15.

Fundinn sátu:

Elfa Hlín Pétursdóttir formaður L-lista,

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista,

Jón Halldór Guðmundsson í stað Auður Jörundsdóttir L- lista,

Skúli Vignisson D-lista,

Sveinn Ágúst Þórsson í stað Brynhildar Bertu Garðarsdóttur D-lista,

Óla Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi B-lista, mætti ekki og enginn í hennar stað.

Sigurður Jónsson byggingarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði Sigurður Jónsson.

 

Dagskrá:/Gerðir fundarins:

 

1. Erindisbréf – kynning

Formaður bauð nýkjörna umhverfisnefnd velkomna til starfa og kynnti erindisbréf hennar.

 

2. Kosning ritara.

Umhverfisnefnd samþykkir að byggingarfulltrúi riti fundargerðir nefndarinnar.

 

3. Starfshættir og siðareglur.

Siðareglur kjörinna fulltrúa sem samþykktar voru af bæjarstjórn 11. júní 2013 og staðfestar af Innanríkisráðuneytinu, liggja fyrir fundinum ásamt yfirliti yfir ýmis lög og reglur er varða störf kjörinna fulltrúa.

Nefndarmenn í umhverfisnefnd samþykkja fyrir sitt leyti siðareglur kjörinna fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 11. júní 2013.

 

4. Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018-2022.

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

 

5. Fundartími.

Umhverfisnefnd samþykkir að fastir fundartímar nefndarinnar verði síðasti mánudagur í mánuði kl. 16:15

 

6. Tillaga um uppfærslu erindisbréfs og breytingu á nefnd.

Nefndarmenn ræddu tillögur að breytingum á erindisbréfi nefndarinnar og skiptust á skoðunum. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

 

7. Fjárhagsáætlun 2019.

Lögð fram gögn vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar. Umræður um fjárhagsáætlunina og samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

 

8. Ránargata 9, Suðurgata 8, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Farfuglaheimilisins Haföldunnar.

Ránargata 9, Suðurgata 8, gistileyfi í flokki IV. – Stærra gistiheimili.

Umsækjandi: Farfuglaheimilið Hafaldan, kt. 610508-0810.

 

Sótt er um leyfi fyrir gististað í flokki IV, stærra gistiheimili skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða beiðni fyrir  rekstrarleyfi. Gestafjöldi 16 + 44  samtals 60.

 

Lokaúttekt hefur farið fram og starfsemi er að öðru leyti í samræmi við byggingarleyfi.

Ránargata 9 stendur á svæði þar sem skilgreind landnotkun er verslunar og þjónustusvæði og Suðurgata 8 stendur á stofnanasvæði samkvæmt aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030.  Samkvæmt 2. gr. 4. mgr. í reglugerð nr. 1277/2016 telst stærra gistiheimili vera gisting í atvinnuhúsnæði. Starfsemi er því í samræmi við skipulagsskilmála.

Ekki eru til reglur um afgreiðslutíma gististaða.

Umsögn Haust liggur ekki fyrir.

Umsögn eldvarnareftitlits liggur ekki fyrir.

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn vegna þessarar umsóknar.

 

9. Lunga, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Leyfið hefur verið gefið út.

 

10. Gilsbakki 1 beiðni um leyfi fyrir breytingum.

Tekið fyrir erindi frá Þorsteini Erlingssyni dags. 06.06 2018 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir breytingum á útliti hússins að Gilsbakka 1. Um er að ræða breytingu á glugga á norðurhlið. Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

11. Strandavegur 21 málefni Nord Marina, bréf lögmanns og ný teikning.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að fengið verði lögfræðiálit til að leiðbeina kaupstaðnum varðandi framhaldið í ljósi stefnumarkandi áhrifa niðurstöðunnar.

 

12. Strandavegur 21 umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Nord Marina.

Afgreiðslu frestað.

 

13. Ólögleg skilti í náttúru landsins.

Lagt fram til kynningar.

 

14. Seladráp í Seyðisfirði erindi frá Daníel Björnssyni.

Það er skilningur nefndarinnar að veiðiréttarhafar hafi heimild samkvæmt lögum að styggja eða skjóta sel í veiðivatni eða ósi eða ósasvæði þess en nefndin telur æskilegra að styggja selinn frekar en að skjóta og bendir á ákvæði um meðferð skotvopna í þéttbýli samkvæmt lögreglusamþykkt.

 

15. BR 2433-17 Endurskoðun aðalskipulags og svæði til gerðar deiliskipulags.

Nefndin fór yfir sjónarmið varðandi endurskoðun aðalskipulags og ákvað að taka sér frest til næsta fundar um endanlega niðurstöðu.

Varðandi deiliskipulag leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að svæðið við Hlíðaveg innan Dagmálalækjar og neðan við Múlaveg verði deiliskipulagt ásamt lóðunum nr. 51 og 55 við Múlaveg.

 

16. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028 vegna Kröflulínu 3.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028 vegna Kröflulínu 3.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að þessari breytingu aðalskipulags Fljótsdalshéraðs.

 

17. Beiðni um umsögn um drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun.

Nefndin samþykkir að gera ekki athugasemdir við frumvarpið að svo komnu máli.

 

18. Leirubakki 4, Umsókn um byggingarleyfi fyrir skjólvegg.

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir skjólvegg á lóðarmörkum Leirubakka 2 og Leirubakka 4 frá Daníel Björnssyni ódagsett. Meðfylgjandi er teikning frá Búbót dagsett 13/7 2018.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

19. Fjallskil í Loðmundarfirði fundur.

Lagt fram til kynningar.

 

20. Strandarvegur 13, umsókn um byggingarleyfi.

Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir umsögn frá Veðurstofunn Íslands um erindið.

 

21. Hraun, umsókn um byggingarleyfi.

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna endurbyggingar sumarhúss að Hrauni frá Eðvald Garðarssyni ódagsett. Fram lagðar teikningar sem unnar eru af Steindóri Hinrik Stefánssyni dagsettar 3.8. 2008.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

22. Skagagrús eftirlitsskýsla HAUST.

Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að svæðið verði merkt betur ásamt leiðbeiningum um umgengni sem verði líka birtar á heimasíðu kaupstaðarins.

 

23. Til kynningar

23.1 Ársskýrsla HAUST 2017.
23.2 Tilkynning um ársskýrslu Landmælinga Íslands.
23.3 Funmdargerð 142. fundar HAUST.
23.4 Reglugerð 649/2018 um breytingu á reglugerð um veitingastaði gististaði og
skemmtanahald, nr. 1277/2016.
23.5 Tilkynning um ársskýrslu Landmælinga Íslands.

 

24. Fjörður 4 afbrigði.

Formaður vék af fundi vegna vanhæfis. Lögð fram umsókn frá Tryggva Gunnarssyni um leyfi fyrir breytingum á húsinu að Firði 4. Um er að ræða stækkun á bíslagi, einangrun og bárujárnsklæðningu á húsi og timburpall fyrir framan húsið samkvæmt teikningu frá Braga Blumenstein dagsett 28.08.2018.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Umhverfisnefnd telur að um minniháttar útlitsbreytingu sé að ræða sem kalli ekki á grenndarkynningu.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 19:35.