Umhverfisnefnd 31.05.19

Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 31. maí 2019.

 

Mánudaginn 31.05.2019 kom  umhverfisnefndSeyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsalbæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:15.

Fundarmenn:

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

 

Dagskrá

 Erindi:

1. Austurvegur 23. Sirkus. Beiðni umsagnar vegna rekstrarleyfis. 

Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis skv. Lögum nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Veitingaleyfi í flokki III. Krá. Umsækjandi er Esualc ehf. Kt. 541016-5609. Heiti: Sirkus. Gestafjöldi: Hámark 49 skv. Brunavörnum Austurlands. Starfsstöð: Austurvegur 23, 710 Seyðisfirði. Fastanr. 216-8293. Forsvarsmaður: Sigríður Guðlaugsdóttir kt. 160753-5609.

Landnotkun er í samræmi við aðal- og deiliskipulag.

Öryggisúttekt hefur verið framkvæmd af byggingafulltrúa Seyðisfjarðar.

Jákvæð umsögn eldvarnareftirlits með takmörkun á gestafjölda.

Jákvæð umsögn Heilbrigðiseftirlits liggur fyrir.

 

Umhverfisnefnd leggur til að ekki verði farið í grenndarkynningu á þeim forsendum að starfsemin sé í samræmi við skilgreinda landnotkun í aðalskipulagiSeyðisfjarðar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn við erindinu. 

 


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 16:50.