Umhverfisnefnd 31.08.20
Fundur umhverfisnefndar 31. ágúst 2020.
Mánudaginn 31.08.2020 hélt umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar nefndarfund í fundarsal bæjarstjórnar Seyðisfjarðar að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:15
Fundarmenn:
Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Dagskrá
Erindi:
1. Hafnargata 11
Seyðisfjarðarkaupstaður sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæðinu Gamla Ríkið. Aðalhönnuður er Argos ehf. Arkitektastofa Grétars og Stefáns. Húsið verður byggt sem næst sinni upprunalegri mynd. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir ásamt umsögn Minjastofnunar. Ekkert gildandi deiliskipulag nær yfir þessa lóð.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að grenndarkynna verkefnið á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Nefndin telur að þeir sem eiga hagsmuni að gæta varðandi grenndarkynninguna eru eigendur eftirtalinna eigna: Hafnargata 6, 10, 12, 14, 15, 16B, 18B, 18C og 24.
Að loknu grenndarkynningarferli verði byggingarleyfi gefið út þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
2. Fjárhagsáætlun umhverfisnefndar 2021
Fjárhagsrammi umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa til umræðu í nefnd.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á áframhaldandi vinnu aðalskipulags og einnig vinnu við deiliskipulag. Nefndin samþykkir áætlaðan fjárhagsramma.
3. Hafnargata 31 – Skipasmíðastöð
Zuhaitz Akizu sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Tækniminjasafns Austurlands vegna breytinga á Gömlu Skipasmíðastöðinni við Hafnargötu 31. Um er að ræða styttingu á húsi frá götu skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Ekkert gildandi deiliskipulag nær yfir þessa lóð.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að grenndarkynna verkefnið á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Nefndin telur að þeir sem eiga hagsmuni að gæta varðandi grenndarkynninguna eru eigendur eftirtalinna eigna: Hafnargata 28, 29, 32, 34, 37, 38A, 38B, 38C, 42, 43, 44 og 44B.
Að loknu grenndarkynningarferli verði byggingarleyfi gefið út þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir þar með talin umsögn frá Minjastofnun.
Samþykkt samhljóma
4. Vesturvegur 4 – byggingarleyfi
Stefán Sigurðsson sækir um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði og á lóð við Vesturveg 4. Um er að ræða breytingar innanhúss ásamt byggingu á sólpalli að lóðamörkum og grindverki. Ekkert gildandi deiliskipulag nær yfir þessa lóð.
Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins þangað til tilskilin gögn liggja fyrir.
5. Oddagata 1 – Umsókn um stækkun lóðar
Helgi Gunnarsson sækir um stækkun lóðar að Oddagötu 1. Lóðin hefur landnúmerið L155198. Stærð lóðarinnar er 170 m2. Áætluð stækkun er um 110 m2.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið en bendir á nauðsyn þess að sveitarfélagið áskili sér rétt til að taka frá pláss fyrir gangstétt meðfram Oddagötu sem gæti skert stækkun lóðar sem því nemur.
6. Fjörður – Fornleifauppgröftur
Fornleifauppgröftur vegna varnargarða ofanflóða.
Vinnuskýrslur Antikva ehf. lagðar fram til kynningar.
Verkfundur FSR lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
7. Ránargata 3 – grenndarkynning vegna byggingarleyfis á bílskúr
Á síðasta fundi umhverfisnefndar sem haldinn var þann 6. júní sl. samþykkti nefndin að láta fara fram grenndarkynningu vegna fyrirhugaðs byggingarleyfis á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust frá völdum hagsmunaaðilum innan tilskilins frests. Skipulags- og byggingafulltrúi mun gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.
8. Fjörður 4 – grenndarkynning vegna byggingarleyfis á bílskúr
Á síðasta fundi umhverfisnefndar sem haldinn var þann 6. júní sl. samþykkti nefndin að láta fara fram grenndarkynningu vegna fyrirhugaðs byggingarleyfis á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust frá völdum hagsmunaaðilum innan tilskilins frests. Skipulags- og byggingafulltrúi mun gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.
9. Austurvegur 22. Umsókn um stöðuleyfi
Undiraldan ehf. kt. 640320-2140 sækir um stöðuleyfi gáms vegna framkvæmda. Staðsetning gámsins er fyrirhuguð á lóð Austurvegar 22.
Umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út stöðuleyfi sem gildir í eitt ár frá útgáfudagsetningu.
10. Ránargata 8 – Endurnýjun rekstrarleyfis
Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Gististaður án veitinga í flokki II. Minna gistiheimili. Umsækjandi er Undiraldan ehf. Forsvarsmaður er Benedikta G. Svavarsdóttir. Starfstöð er Ránargata 8 Seyðisfirði.
Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.
Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð
Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.
11. Sorpmál – Söfnun á brotajárni
Landhreinsun ehf. býður sveitarfélaginu upp á söfnun á brotajárni, dekkjum, rafgeymum og öllum málmum.
Lagt fram til kynningar.
12. Borholur - grunnvatnsmælar
Efla verkfræðistofa sótti um að bora fyrir grunnvatnsmælum til að hægt væri að fylgjast með mögulegri jarðhreyfingu vegna varnargarða undir Bjólfi.
Lagt fram til kynningar
13. Gjörningur – umsókn um leyfi
Linus Lohmann sækir um leyfi til að grafa 70 cm djúpa holu í jörð, 1x1 m á kant, á svæði milli kirkjugarðs og bæjarins. Holan er ætluð til að skoða mannvistarleifar frá stríðsárunum.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að verða við erindinu.
14. Hótel Aldan - leyfisumsókn
Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Gististaður í flokki IV. Umsækjandi er Húsahótel ehf. Forsvarsmaður er Davíð Kristinsson. Starfstöð er Norðurgata 2 Seyðisfirði. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. júní sl.
Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.
Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð
Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur fyrir og er jákvæð
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.
15. Austurvegur 18-20 – umsókn um rekstur gististaðar
Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Gististaður án veitinga í flokki II. Gestafjöldi: 24. Umsækjandi er Brattahlíð ehf. Forsvarsmaður er Örn Bergmann Jónsson. Starfstöð er Austurvegur 18-20 Seyðisfirði.
Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.
Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.
Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur ekki fyrir vegna skorts á gögnum.
Umhverfisnefnd frestar málinu.
16. Aspir við Vesturveg
Erindi frá íbúa varðandi aspir meðfram Vesturveg
Umhverfisnefnd frestar málinu
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18.32.