Umhverfisnefnd 04.07.16

Fundur í umhverfisnefnd Seyðisfjarðar 

Mánudaginn 4. júlí 2016 kom umhverfisnefnd saman til fundar í fundarsal að Hafnargötu 44 kl. 16.15.  Mættir Elvar Snær Kristjánsson,  Óla Björg Magnúsdóttir, Páll Þór Guðjónsson, Símon Þór Gunnarsson og Íris Dröfn Árnadóttir auk byggingarfulltrúa sem ritaði fundargerð.

 

Gerðir fundarins:

1. Langitangi 7, aðalskipulagsbreyting skipulagslýsing, kynning.

Umhverfisnefnd samþykkir að kynna  skipulagslýsinguna með opnu húsi mánudaginn 18. júlí kl 16:00 – 18:00.

 

2. Vestdalseyri, aðalskipulagsbreyting skipulagslýsing, kynning.

Umhverfisnefnd samþykkir að kynna  skipulagslýsinguna með opnu húsi mánudaginn 25. júlí kl 16:00 – 18:00.

 

3. Heilsueflandi svæði, fyrirspurn varðandi deiliskipulag.

Tekin fyrir fyrirspurn um heilsueflandi svæði á túninu ofan við Sundhöllina og hvort þurfi að gera deiliskipulag vegna þessarar fyrirhuguðu uppbyggingar. Umhverfisnefnd tekur vel í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum og útfærslu hugmyndarinnar áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvort nægjanlegt er að grenndarkynna framkvæmdina eða hvort vinna þarf deiliskipulag.

 

4. Botnahlíð 10, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Borist hefur umsagnarbeiðni embættis Sýslumannsins á  austurlandi um eftirfarandi umsókn um rekstrarleyfi á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:

 

Botnahlíð 10,

Umsækjandi: Sigrún Sigtryggsdóttir., kt.250753 -3309.

Gististaðurinn er í flokki I skv. 3. gr. laga nr. 85/2007 (heimagisting). Um er að ræða endurnýjað leyfi.

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

 

5. Botnahlíð 31, umsókn um leyfi til sölu gistingar.

Borist hefur umsagnarbeiðni embættis Sýslumannsins á  austurlandi um eftirfarandi umsókn um rekstrarleyfi á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:

 

Botnshlíð 31,

Umsækjandi: Emil Tómasson., kt. 100859-4599.

Gististaðurinn er í flokki II skv. 3. gr. laga nr. 85/2007. Um er að ræða nýtt leyfi.

Umsögn:

Umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við að orðið verði við umsókninni.

Umsögnin er bundin fyrirvara um að umsagnir heilbrigðiseftirlits, eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og byggingarfulltrúa séu jákvæðar.

 

6. Deiliskipulag í Lönguhlíð, tillaga að breytingu.

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi í Lönguhlíð. Tillagan er unnin af Þórhalli Pálssyni, Strympa skipulagsráðgjöf. Samkvæmt tillögunni eru lóðir minnkaðar og fjölgað um eina frístundahúsalóð og bætt við einni íbúðarlóð. Umhverfisnefnd samþykkir breytingu á skipulaginu fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

 

7. Fjárhagsáætlun 2017

Lögð fram gögn vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017. Nefndin tekur sér tíma til næsta fundar til að skoða gögnin betur.

 

8. Til kynningar:

8.1.HAUST, tilkynning um rottugang á Egilsstöðum. Umhverfisnefnd mælist til þess að sett rottueitur í skolpbrunna. Upplýsingar frá Haust í tölvupósti 15 júní sl., liðir 1 og 2 verði settar á heimasíðu kaupstaðarins.

8.2.Fundargerð 130. fundar stjórnar HAUST. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.