Umhverfisnefnd 16.07.19
Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 16. júlí 2019.
Þriðjudaginn 16.07.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:15
Fundarmenn:
Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Helgi Örn Pétursson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Dagskrá
Erindi:
1. Fjörður 4 – Byggingarleyfisumsókn og umsókn um stækkun lóðar.
Tryggvi Gunnarsson kt. 090563-5059 sækir um byggingarleyfi á svölum við húsið sitt við Fjörð 4. Svalirnar eru áætlaðar út fyrir lóðamörk og því sækir Tryggvi einnig um stækkun lóðar um 32 m2 til austurs vegna byggingu svalanna. Eftir stækkun eru svalirnar áætlaðar á lóðamörkum. Einnig er sótt um að setja útgöngudyr út úr stofu á neðri hæð. Frekari gögn meðfylgjandi málinu er aðaluppdráttur með grunnmynd, útliti og afstöðumynd.
Umhverfisnefnd sér ekki neitt því til fyrirstöðu að samþykkt verði stækkun lóðar um 32 m2 skv. afstöðumynd á aðaluppdrætti. Lóðabreytingin felst í 1 m stækkun samhliða austurhlið hússins, úr 4 m í 5 m. Þar fyrir utan gengur hún í horn fyrri lóðamarka, sjá aðaluppdrátt. Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að grenndarkynna verkefnið á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Að loknu grenndarkynningarferli verði byggingarleyfi gefið út ef öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 17:15.