Umsóknir um verkefnastyrki

Umsóknarfrestur til 24. september (fimmtudagur)

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um verkefnastyrki hjá Seyðisfjarðarkaupstað fyrir árið 2021

Samkvæmt samþykkt hjá Seyðisfjarðarkaupstað um framlög eða styrkveitingar þurfa aðilar, s.s. félög og félagasamtök sem vilja sækja um styrki eða framlög við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að skila skriflegri umsókn til bæjarskrifstofu þar að lútandi. 

Í umsókninni þarf að gera grein fyrir þeim verkefnum sem sótt er um fyrir. 

  • Umsókn þarf að fylgja skýrsla um starfsemina og hvernig framlögum kaupstaðarins er varið og nýtast starfinu.
  • Jafnframt þarf að fylgja með ársreikningur fyrir síðasta rekstrarár og fjárhagsáætlun fyrir það næsta.

 

Þau félög, félagasamtök eða aðilar sem ekki gera grein fyrir starfsemi sinni hljóta ekki styrki.

 

Samþykktin gildir um allan fjárhagslegan stuðning sem veittur er af hálfu kaupstaðarins.

Umsóknir þurfa að berast bæjarskrifstofu fyrir kl. 24:00 þann 24. september 2020 á netfangið sfk@sfk.is eða með landpósti á heimilisfangið: Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði.