Ungmennaráð 11.02.18
11.02.2018
Fundur í Ungmennaráði
Boðað var til fundar sunnudaginn 11.febrúar 2018 kl. 16:00 á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.
Mætt: Emil Smári Guðjónsson, Helena Lind Ólafsdóttir, Fjóla Heiðdal, og Dagný Erla Ómarsdóttir, sem starfar með nefndinni.
Dagskrá
- Hvað er ungmennaráð? Rætt um hvað nefndin hefur gert hingað til, hlutverk hennar og hvert skal stefna.
- Fundur ungmenna á Seyðisfirði. Ákveðið að hafa ungmennaþing og stefnt að því að hafa þingið í Herðubreið um miðjan mars.
- Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2018. Ungmennaráð hefur áhuga á að fara á ráðstefnuna sem haldin er 21.-23. mars nk.
- Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Kynnt og rætt.
Fundi slitið 16:30.