Ungmennaráð 11.02.18

Fundur í Ungmennaráði

Boðað var  til fundar sunnudaginn 11.febrúar 2018 kl. 16:00  á Bæjarskrifstofunni, Hafnargötu 44.

Mætt: Emil Smári Guðjónsson, Helena Lind Ólafsdóttir, Fjóla Heiðdal, og Dagný Erla Ómarsdóttir, sem starfar með nefndinni.  

 

Dagskrá

  1. Hvað er ungmennaráð? Rætt um hvað nefndin hefur gert hingað til, hlutverk hennar og hvert skal stefna.
  2. Fundur ungmenna á Seyðisfirði. Ákveðið að hafa ungmennaþing og stefnt að því að hafa þingið í Herðubreið um miðjan mars.
  3. Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2018. Ungmennaráð hefur áhuga á að fara á ráðstefnuna sem haldin er 21.-23. mars nk.
  4. Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Kynnt og rætt.

 

Fundi slitið 16:30.