Ungmennaráð 15.03.15

1. fundur stjórnar ungmennaráðs Seyðisfjarðar

 Þriðjudaginn 15. mars 2016 hélt stjórn ungmennaráðs Seyðisfjarðar fund á heimili Helga Sverris Halldórssonar, varamanns. Formaður stjórnarinnar, Ingibjörg Lárusdóttir, var stödd í Kópavogi og sat hún fund í gegnum Skype. Fundurinn hófst klukkan 20:50.

Mætt voru: Vilborg Guðnadóttir, Dagrún Vilborg Þórhallsdóttir, Ingibjörg Lárusdóttir og Helgi Sverrir Halldórsson, varamaður í stað Emils Smára Guðjónssonar. Sveinn Gunnþór Gunnarsson ekki mættur. Fundarritari er Ingibjörg Lárusdóttir.

 

Gerðir fundarins:

Farið var yfir erindisbréf ungmennaráðs og Vilborg Guðnadóttir var kosin í stöðu varaformanns og Dagrún Vilborg Þórhallsdóttir kosin í stöðu ritara.

Dagskrá:

1. Ráðstefna UMFÍ -  Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er ekki hægt að senda fulltrúa fyrir hönd ungmennaráðs á ráðstefnu UMFÍ þann 16. mars.

2. Sparkvöllur - Rætt var um gúmmí á sparkvelli. Í ljósi umræðna um skaðsemi þess telur Ungmennaráð nauðsynlegt að fjarlægja/skipta því út.

3. Hjólabrettagarður – Stjórn ræddi þá möguleika að safna pening eða sækja um styrki til að bæta og stækka hjólabrettavöllinn. Vilborg og Helgi taka að sér að ræða við hjólabrettagarpa bæjarins og fá þeirra skoðun á staðsetningu vallarins í vor. Formaður tekur að sér að skoða mögulegan kostnað í þessum málum. Stjórnin ætlar sér að taka þetta mál upp á næsta fundi og halda áfram umræðum.

4. Félagsmiðstöð – Stjórnin vill fá að vita meira um starfsemi félagsmiðstöðvar og ætlar formaður að hafa samband við Örnu Magnúsdóttur, félagsmiðstöðvarstjóra. Stjórnin vill sjá fleiri tækifæri fyrir krakka í félagsmiðstöðinni til að sinna skapandi áhugmálum og brjóta upp í boltaleikjum í sal og tölvuleikjanotkun.

5. Önnur mál -

Herðubreið – Við viljum að eitthvað sé gert fyrir Herðubreið. Húsið þarfnast mikils viðhalds og ef ekkert verður gert mun ástand þess versna með tímanum.

Krísa -  Stjórnin vill fá að vita meira um starfsemi Krísu, hvort eitthvað sé planað á næstunni os.frv. Formaður tekur að sér að rýna meira í þau mál.

Huginn -  stjórnin vill fá að vita hvað er í boði hjá Huginn. Formaður tekur að sér að fá upplýsingar um starfsemi félagsins.

Námskeið – stjórnin ræddi aðeins um möguleg námskeið sem væru í boði. Ræddum um mögulegt námskeið í myndupptöku í apríl. Formaður tekur að sér að skoða það betur og fá upplýsingar.

Hugmyndakassi – stjórn ákvað að setja upp hugmyndakassa í Kaupfélaginu þar sem ungir Seyðfirðingar fá tækifæri til að koma skoðunum sínum og ímynd á framfæri. 'Hvaða breytingar eða nýjung vilt þú sjá í bænum?' (t.d.). Farið verður svo yfir innihald kassans í lok maí næstkomandi. Vilborg tekur að sér að gera kassann og setja hann upp fyrir mánaðarmót mars/apríl 2016. Vilborg fær samþykki frá formanni ungmennaráðs og formanni velferðarnefndar áður en kassinn verður settur upp.

Svæði í kringum grunnskóla -  nefnt var á fundi að laga þyrfti svæði í kringum gamla skóla þar sem hraðahindranir og brot úr steinum eru fyrir vegfarendum og börn eru að henda og leika sér með brotin.

6. Næsti fundur -   ákveðið að halda næsta fund sunnudaginn 3. apríl 2016 klukkan 17:00.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 21:50.