Velferðarnefnd 22.03.16

19. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar.

Fundur haldinn þriðjudaginn 22. mars í fundarsal íþróttahúss klukkan 16:15.

Mætt á fundinn Svava Lárusdóttir formaður, Sveinbjörn Orri Jóhannsson í fjarveru Sigurveigar Gísladóttur, Rúnar Gunnarsson, Sigurður Ormar Sigurðsson í fjarveru Eyglóar Bjargar Jóhannsdóttur, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir í fjarveru Örnu Magnúsdóttur og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

Dagskrá:

1. Málefni Íþróttamannvirkja

1.1 Íþróttamiðstöð
Umræður um notkun á húsinu.
1.2 Sundhöll – lokun vegna viðhalds í mars/apríl
„Velferðarnefnd leggur áherlsu á að viðhaldstíma verði sett mörk og auglýstur verði áætlaður opnunartími eftir viðhaldsvinnu.“
1.3 Sparkvöllur – dekkjakurl
Umræður um dekkjakurl.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem velferðarnefnd hefur er ekki talið um bráðahættu af gúmmíkurli á sparkvöllum að ræða. Samkvæmt ráðleggingum frá HAUST er beðið eftir frekari niðurstöðum. Ekki liggur fyrir hvaða efni væri hentugt í staðinn fyrir kurlið.
1.4 Skíðasvæðið í Stafdal - Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal frá 9.02.16
Fundargerð kynnt.

2. Styrktarsjóður EBÍ 2016
Velferðarnefnd hefur ekki verkefni til að sækja um í þennan sjóð að svo stöddu.

3. Jafnréttismál

3.1 Jafnréttisáætlun.
„Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með að Jafnréttisstofa hafi metið Jafnréttisáætlun Seyðisfjarðarkaupstaðar sem svo að hún uppfylli kröfur samkvæmt lögum nr. 10/2008.“
3.2 Jafnréttisfræðsla
Jafnréttisfulltrúi hefur sett sig í samband við skólastjórnendur.
Jafnréttisfulltrúi, í samstarfi við fulltrúa í velferðarnefnd, stefnir á að fara inn í Seyðisfjarðarskóla í aprílmánuði með jafnréttisfræðslu fyrir nemendur.
3.3 Jafnréttismálþing
Lagt fram til kynningar.

4. Ungmennaráð – fundargerð ungmennaráðs frá 15.03.16
Fundargerð kynnt.
 „Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með fyrstu fundargerð nýs ungmennaráðs og hlakkar til að vinna með þeim í framtíðinni.“

5. Málefni fatlaðra - Skýrsla um flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga á  þjónustusvæði Austurlands.
Lagt fram til kynningar.

6. Heimilishjálp
Umræður um heimilishjálp og þarfir eldri borgara.
Þjónustufulltrúi segir frá fyrirhuguðu 8 vikna samstarfsverkefni við Virk og Starfa varðandi heimilishjálp.

7. Forvarnir
Umræður um forvarnarmál.
Orri Smárason, sálfræðingur, hefur nýlokið við framhaldsnámskeið í unglingadeild Seyðisfjarðarskóla varðandi sjálfstraust og samskipti.

8. Til umsagnar frá Alþingi

8.1 Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við þingsályktunina.

8.2 Frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

8.3 Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið

8.4 Tillaga til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál. 
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við þingsályktunina.

8.5 Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 247. mál til umsagnar
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemd við þingsályktunina.

9. Næsti fundur áætlaður 19. apríl 2016.

Fundi slitið kl. 17.58