Velferðarnefnd 25.04.17

29. fundur í velferðarnefnd Seyðisfjarðar

Fundur haldinn þriðjudaginn 25. apríl 2017 í Nýja skóla klukkan 16.15. Mætt : Svava Lárusdóttir formaður, Sveinbjörn Orri Jóhannsson í fjarveru Sigurveigar Gísladóttur, Rúnar Gunnarsson, Eygló Björg Jóhannsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Eva Björk Jónudóttir sem ritar fundargerð.

 

Fundarefni :

1. Málefni fatlaðs fólks

a. Samningur um Skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks.
Fulltrúar frá velferðarnefnd, formaður og varaformaður, ásamt bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar hittu verkefnastjóra frá Skólaskrifstofu Austurlands í málefnum fatlaðra, Helgu Þórarinsdóttur, og ræddu samninginn þann 5. apríl sl.

b. Samningur um sameiginlega félagsmála - og barnaverndarnefnd.
Umræður.

c. Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.
Stefnt að áframhaldandi umræðum á næsta fundi. Einnig tekur formaður tekur að sér að kanna ábyrgðarhluta sveitarfélagsins skv. framkvæmdaráætlun.

 

2. Tómstundanámskeið fyrir börn vor og sumar 2017

Formaður og þjónustufulltrúi vinna áfram að málinu.

 

3. Drög að reglum um leiguíbúðir – til umsagnar og afgreiðslu
Þjónustufulltrúi tekur að sér að koma athugasemdum nefndarinnar við drögunum til bæjarstjóra.

  

4. Til umsagnar og kynningar

a. Frá nefndasviði Alþingis - 378. mál. Kynnt.

b. Ályktun frá Ungmennaráði UMFÍ. Kynnt.

c. Frá starfsþróunarnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB og ASÍ - námskráin "Fagnám í umönnun fatlaðra". Kynnt. 

d. Frá nefndasviði Alþingis - 106. Mál. Kynnt.

 

5. Kosning velferðarnefndar á fulltrúa fyrir heilsueflandi samfélag.
Velferðarnefnd tilnefnir þjónustufulltrúa, Eva Jónudóttir, sem fulltrúa fyrir heilsueflandi samfélag.

 

6. Næsti fundur
Áætlaður þriðjudaginn 16. maí kl. 16.15.

 

Fundi slitið kl. 17.35