55. fundur í velferðarnefnd 19.11.19

Fundur velferðarnefndar nr. 55 / 19.11.19 Fundur haldinn þriðjudaginn 19. nóvember í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00. Mætt á fundinn: Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista, Cecil Haraldsson, L-lista, Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista Bergþór Máni Stefánsson, D-lista, Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eva Jónudóttir ritar fundargerð.
Lesa meira
Sunnudagur 17. nóvember

Símalaus samverudagur

Símalaus samverudagur gengur út á það að símanum eða snjalltækinu er lagt helst alveg frá klukkan 12 til klukkan 20 þann daginn. Með þessu vill Heilsueflandi samfélag gjarnan vekja athygli á þeim áhrifum sem notkun snjallsíma hefur á samskipti og tengsl foreldra og barna.
Lesa meira

1755. bæjarstjórn 13.11.19

1755. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00. Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir forseti L-lista, Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Arna Magnúsdóttir L-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista, Rúnar Gunnarsson L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Lesa meira

2489. bæjarráð 11.11.19

2489. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Miðvikudaginn 11. nóvember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Hildur Þórisdóttir L-lista. Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Tilkynna dýraeftirlitsmanni!

Lausaganga hunda

Að gefnu tilefni er athygli vakin á því að lausaganga hunda er stranglega bönnuð í þéttbýli. Ef hundar eru lausir er fólki bent á að hringja í dýraeftirlitsmann í síma 861-7731 og tilkynna um lausagönguna. Síminn er alltaf opinn.
Lesa meira
Í dag í áhaldahúsinu!!

Dýralæknir

Í dag, fimmtudaginn 7. nóvember, verður hunda- og kattahreinsun í áhaldahúsi Seyðisfjarðar. Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Díana Divilekova dýralæknir annast hreinsunina. Kattahreinsun verður frá kl. 14-16 og hundahreinsun frá kl. 16-18.
Lesa meira

10. fundur í hafnarmálaráði 07.11.19

10. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15 Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista, Guðjón Már Jónsson L-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri. Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B- lista mætti ekki. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

2488. bæjarráð 06.11.19

2488. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Hildur Þórisdóttir L-lista. Elvar Snær Kristjánsson, D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Panta fyrir 20. nóvember

Laufabrauð

Hinn árlegi laufabrauðsbakstur hjá Slysavarnafélaginu Rán verður laugardaginn 23. nóvember. Það verður að venju bæði bakað fínt og gróft brauð og hver kaka kostar 220 krónur. Tekið er við pöntunum í síma 848-2225 (Hulda Sveinsdóttir) og 849-4334 (Bryndís Aradóttir).
Lesa meira
Fríkaðir föstudagar

Félagsmiðstöð í íþróttahúsinu

Föstudaginn 8. nóvember byrjar félagsmiðstöð fyrir alla sem eru í 5. -7.bekk. Eldri krakkar í grunnskólanum eru líka velkomnir. Félagsmiðstöðin verður í íþróttahúsinu frá klukkan 17-19.
Lesa meira