2517. bæjarráð 08.07.20

2517. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Miðvikudaginn 8.07.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista. Hildur Þórisdóttir, L -lista. Elvar Snær Kristjánsson, D – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Opnar aftur 5. ágúst

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðarkaupstaðar verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí. Opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst klukkan 10:00.
Lesa meira

Umhverfisnefnd 06.07.20

Fundur umhverfisnefndar 6. júlí 2020 Mánudaginn 06.07.2020 hélt umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar nefndarfund í fundarsal bæjarstjórnar Seyðisfjarðar að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:25 Fundarmenn: Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Lesa meira
Hætt við fyrirhugaðar tilslakanir

Vegna stöðu Covid-19

Sóttvarnalæknir hefur nú lýst því yfir að áætlaðar tilslakanir á samkomubanni munu ekki eiga sér stað. Gildandi takmörkun á samkomum (hámark 500 einstaklingar fyrir utan börn fædd árið 2005 og síðar) nær til 5. júlí 2020 kl. 23:59, sjá auglýsingu.
Lesa meira

2516. bæjarráð 02.07.20

2516. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Fimmtudaginn 02.07.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir í stað Rúnars Gunnarssonar formanns, L –lista. Hildur Þórisdóttir, L -lista. Elvar Snær Kristjánsson, D – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

Frá Íþróttamiðstöðinni

Það er með mikilli ánægju sem tilkynnist að aðgangsstýring er komin upp í Íþróttamiðstöðinni. Þessu er háttað þannig að viðskiptavinir sem eiga árskort og hálfsárskort í ræktina komast inn að æfa með aðgangskorti frá klukkan 05:00 - 08:00 og frá klukkan 20.00 - 23.00. Frá klukkan 08:00 - 20.00 er starfsmaður í húsinu og öll þjónusta samkvæmt venju. Allir eiga að vera farnir úr húsinu klukkan 00:00.
Lesa meira

7. fundur í hafnarmálaráði 30.06.20

7. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020 Þriðjudaginn 30. júní 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu hafnarstjóra, Hafnargötu 44. Hófst fundurinn kl. 16:15 Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista, Guðjón Már Jónsson L-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri. Unnar Sveinlaugsson B- lista mætti ekki Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

Múlaþing í fyrsta sæti

Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði, bæði í fyrsta sæti og samanlagt hjá þeim íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem tóku þátt í nafnakönnun á nýtt sameinað sveitarfélag samhliða forsetakosningunum í gær.
Lesa meira
F L U G V A L L A R H L A U P 25. júlí

125 ára afmælishlaup

Dagana 18.-26. júlí verður haldið upp á 125 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar með ýmsum hætti. Meðal annars verður hægt að taka þátt í götuhlaupi, svokölluðu Flugvallarhlaupi. Vegalengdir eru tvær, annars vegar 8,5 km og hins vegar 10 km. Hlaupið verður haldið laugardaginn 25. júlí og hefst klukkan 10. Skráning er á netfangið eva@sfk.is fyrir 15. júlí. Þátttökugjald er 3000 krónur.
Lesa meira
Eigið fé í árslok jákvætt!

Ársreikningur 2019

Á 1764. fundi bæjarstjórnar 10. júní síðastliðinn var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2019 tekinn til afgreiðslu. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 91,5 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 48,4 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lesa meira