Höldum áfram að standa okkur vel

Við erum öll almannavarnir!

Að gefnu tilefni eru fyrirtæki, stofnanir og verslanir á Seyðisfirði hvött til að gæta áfram vel að þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út vegna covid-19. Að hafa spritt sýnilegt fyrir viðskiptavini, bjóða upp á hanska, virða tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir skiptir áfram miklu máli. Þá er sprittnotkun á snertifleti mikilvæg sem fyrr, svo sem á innkaupakerrur, hurðarhúna og borð í verslunum og á veitingastöðum. Slíkar varúðarráðstafanir eru einnig mikilvægar á tjaldsvæðum og að leiðbeinandi sé fjögurra metra fjarlægðarregla milli tjaldstæða.
Lesa meira
Utan kjörfundar

Nafnakosning

Enn er hægt að kjósa utan kjörfundar nafn á nýtt sameinað sveitarfélag. Kosið er á bæjarskrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44, sem er opin frá klukkan 10-14 alla virka daga. Umsækjendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Hægt er að kjósa í dag fimmtudag og morgun föstudag.
Lesa meira

2415. bæjarráð 24.06.20

2515. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Miðivkudaginn 24.06.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista. Hildur Þórisdóttir, L -lista. Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Skila sem fyrst

Lyklar að Íþróttamiðstöð

Þeir einstaklingar sem hafa verið með lykla að Íþróttamiðstöðinni eru beðnir að skila þeim inn til starfsmanna sem allra fyrst. Athugið þetta á ekki við um starfandi íþróttakennara.
Lesa meira
Verum varkár!

Skilaboð frá lögreglu

Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun með um 460 farþega innanborðs. Af þeim þurfa um 300 í sýnatöku sem framkvæmd verður um borð. Allir þeir sem þurfa í sýnatöku fá leiðbeiningar um það hvernig skuli bera sig að hér á landi meðan niðurstöðu er beðið.
Lesa meira
Í dag klukkan 14.

Er Austurland fjölmenningarlegt samfélag?

Í dag, þriðjudaginn 23. júní, frá klukkan 14-16.30 verður haldið málþing á Neskaupsstað. Málþingið ber nafnið Er Austurland fjölmenningarsamfélag. Á Austurlandi eru um 11% íbúa af erlendum uppruna. Fjallað verður um stöðu og reynsluheim þess, sérstaklega á Austurlandi.
Lesa meira
Opinn fundur fimmtudaginn 25. júní

Fundur á vegum bæjarráðs

Bæjarráð boðar til fundar í Ferjuhúsi fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 17:00. Hagsmunaaðilar í atvinnulífinu eru velkomnir á fundinn. Á fundinum verða áætlanir og staða vegna uppbyggingar á Seyðisfirði rædd og hverjir geta mögulega komið að verkefnunum.
Lesa meira
Fyrir börn fædd 2010-2013

Myndskreytingarnámskeið

Myndskreytt verða tvö glæný ævintýri í gömlum stíl, eftir óþekktan höfund: Ævintýrið um smalastrákinn, lömbin tvö og tröllskessuna ógurlegu & Ævintýrið um óhræddu stelpuna Mánadís og drekann eldspúandi Búin verður til bók með myndunum við sögurnar sem krakkarnir fá til eignar.
Lesa meira

60. fundur í velferðarnefnd 19.06.20

Fundur Velferðarnefndar nr. 60 / 19.06.20 Fundur haldinn fimmtudaginn 19. júní í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00. Mætt á fundinn: Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, sem ritaði fundargerð Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista, Cecil Haraldsson, L-lista, Elva Ásgeirsdóttir í stað Bergþórs Mána Stefánssonar, D-lista, Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, og Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista, boðuðu forföll. Mætt vegna liðar 1 kl. 17 : Svandís Egilsdóttir, skólastjóri.
Lesa meira
Krakkablak fékk verðlaunin í ár!

Hvatingarverðlaun Hugins

Síðustu ár hefur skapast sú hefð að kjósa íþróttamann Hugins á þjóðhátíðardaginn. Aðalstjórn félagsins ákvað að breyta aðeins til í ár og efna til hvatningarverðlauna, þar sem fólk var hvatt til að kjósa einstakling, hóp, félagasamtök og þess háttar sem hafa lagt sitt af mörkum til íþrótta og lýðheilsu undanfarin ár.
Lesa meira