Yfir Hjálmá

Gönguklúbburinn lætur smíða brú

Gaman er að segja frá því að Gönguklúbburinn hefur látið smíða brú sem ætluð er yfir Hjálmá í Hjálmárdal. Unnið er að því að fá Landhelgisgæsluna til að flytja hana á staðinn með þyrlu seinna í sumar. Farið verður í að undirbúa festingar á staðnum þegar snjóa leysir.
Lesa meira

2414. bæjarráð 18.06.20

2514. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Fimmtudaginn 18.06.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista. Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur, L -lista. Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista boðaði forföll. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Viltu vera hjólari? Námskeið í DAG!

Hjólað óháð aldri

Viltu verða hjólari? frábært! Hjólaranámskeið á Seyðisfirði, þar sem sjúkrbíllinn er staðsettur. Í dag, fimmtudaginn 18. júní 2020, kl. 17-18. Do you want to be a Pilot? Great! Pilotworkshop in Seyðisfjörður, where the ambulance is. Today, Thursday 18th of June 2020, at 17-18.
Lesa meira
Kjörfundur og kjörskrá

Forsetakosningar 2020

Kjörfundur í komandi forsetakosningum 27. júní 2020 Kosið verður í íþróttahúsinu og hefst kjörfundur klukkan 10:00 og lýkur kl 22:00. Kjörskrá liggur frammi á bæjarskrifstofu. Formaður kjörstjórnar.
Lesa meira
Lykilstöður

Laus störf í nýju sveitarfélagi

Fjögur sveitarfélög á Austurlandi, Djúpavogshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður munu sameinast og verður til um 4900 manna sveitarfélag. Áhersla er lögð á skemmtilegt og skapandi samfélag með góða þjónustu við íbúa, vandaða stjórnsýslu og sterka byggðarkjarna með greiðum samgöngum. Sveitarfélagið hyggst verða leiðandi í nýtingu rafrænna lausna í stjórnsýslu sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa.
Lesa meira

Frestun fasteignagjalda

Bæjarstjórn ákvað á 1764. fundi sínum að fresta eindaga vegna fasteignagjalda í júní fram í janúar 2021. Þeir sem óska eftir því að nýta sér þann möguleika eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ingu á netfanginu inga@sfk.is eða í síma 470-2306 sem fyrst. Athugið að öllum er heimilt að óska eftir frestun eindaga. Bæjarstjóri.
Lesa meira
Gildir til og með 5. júlí

Tilslökun tók gildi 15. júní

Tilslökunin tekur gildi 15. júní 2020 gildir til og með 5. júlí, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til og með 5. júlí 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 500 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 500 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum. Börn fædd árið 2005 og síðar teljast ekki með í fjölda.
Lesa meira
Seyðisfjörður fékk úthlutað 6.512.000 kr.

Ísland ljóstengt

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í dag úthlutun styrkja samtals að upphæð 443 milljóna kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, sem veittir eru í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Styrkir til sveitarfélaga námu að þessu sinni samtals 317,5 milljónir kr. Einnig var samið við Neyðarlínuna sem fékk 125,5 milljónir kr. til að leggja ljósleiðara og byggja upp fjarskiptainnviði utan markaðssvæða.
Lesa meira
Hefurðu séð veðurspána?

Kíktu í heimsókn

Kíktu í heimsókn...
Lesa meira
Bensínstöðin - ný og breytt

Opnar í lok júní

Gaman er að segja frá því að bensínstöðin við Austurveg mun opna í lok júní. Jonathan Moto og Ida Feltendal munu reka stöðina. Áætlun þeirra til að byrja með er að bjóða upp á kaffi, kökur og mögulega morgunverð, ásamt almennum viðhaldsvörum fyrir bifreiðar, gaskúta fyrir grillið og fleira.
Lesa meira