Hátíðardagskrá

17. júní á Seyðisfirði

Hátíðarhöld á 17. júní verða með breyttu sniði í ár vegna COVID-19 veirunnar. Íbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu, skreyta heimili og garða með fánum og eiga góða stund saman.
Lesa meira

1764. bæjarstjórn 10.06.20

1764. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 10. júní 2020 heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fjarfund í Zoom og hefst fundurinn kl. 16:00.Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum. Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir forseti L-lista, Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Benedikta G. Svavarsdóttir L-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista, Rúnar Gunnarsson L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Lesa meira
Breyttur opnunartími

Móttökustöð sorps

Opnunartími móttökustöðvar Opið er alla virka daga frá klukkan 13:00 til 17:00. Breytt hefur verið laugardagsopnun, en frá og með 13. júní verður opið á laugardögum frá klukkan 13:00 til 16:00. Lokað er á sunnudögum.
Lesa meira
18. - 26. júlí

125 ára kaupstaðarafmæli

Í tilefni 125 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar verður efnt til bæjarhátíðar dagana 18.- 26. júlí í samvinnu við LungA og Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins.
Lesa meira
Skilaboð

Frá lögreglunni

Bjartar sumarnætur, ilmurinn af nýslegnu grasi, börnin úti að leika sér, grill, útilegur, bæjarhátíðir, langir dagar og stuttar nætur. Við elskum íslenska sumarið. Rútínan verður minni og frelsið tekur við. Það er frábært. En þótt frelsið sé yndislegt þá fríar það okkur ekki allri ábyrgð. Við berum til dæmis áfram ábyrgð á börnunum okkar og unglingum. Þótt skólinn sé farinn í sumarfrí þá skiptir ennþá jafn miklu máli að við vitum hvar unglingurinn okkar er. Með hverjum hann er. Hvað hann er að gera.
Lesa meira

Ferða- og menningarnefnd 08.06.20

Ferða- og menningarnefnd Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 8. júní 2020 kl. 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Mætt á fundinn: Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-Lista í gegnum fjarfundarkerfið zoom Sesselja Hlín Jónasardóttir, frá ferðaþjónustu Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira Jónína Brá Árnadóttir sem starfar með nefndinni Boðuð forföll Hjalti Þór Bergsson, áheyrnafulltrúi B-lista Fundur hófst kl. 14:10.
Lesa meira
Til hamingju með daginn!

Sjómannadagur

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
Lesa meira
Opið frá klukkan 7-12

Sundhöll, sumaropnun

Vakin er athygli á því að opnun í Sundhöll Seyðisfjarðar hefur verið aukin alla virka morgna til klukkan 12. Opið er frá júní til ágúst frá klukkan 7.00-12.00. Allir velkomnir í sund.
Lesa meira
Fyrir 6-11 ára

Frjálsíþróttaæfingar UÍA

Íþróttafélagið Huginn býður 6-11 ára börnum að taka þátt í frjálsíþróttaæfingum í sumar. Æfingarnar verða á þriðjudögum frá 10:00-11:00 í 5 vikur og hefjast þriðjudaginn 9. júní. Halldór Bjarki Guðmundsson, sumarstarfsmaður hjá UÍA, mun sjá um æfingarnar. Hann hefur mikinn áhuga á öllum íþróttum og öllu sem að þeim kemur. Halldór leggur mikið upp úr því að æfingarnar verði við allra hæfi og allir fái vettvang til að blómstra. Jákvæðni og gleði er lykilatriði í því
Lesa meira
LungA, fæðing og þróun 2000-2020

Það þarf heilt þorp

Tvo skemmtilega og fróðlega þætti um Listahátíðina LungA, sem hóf göngu sína árið 2000, má nú finna inni á ruv.is. Þættirnir varpa ljósi á fæðingu og þróun hátíðarinnar og listasmiðjanna sem ætíð hafa verið kjarni hennar. Einnig er vikið að öðrum sérkennum hátíðarinnar; sterkum tengslum við Seyðisfjörð og Austurland og metnaðarfullri tónleikadagskrá auk ýmissa áskoranna sem aðstandendur hátíðarinnar hafa glímt við í gegnum árin.
Lesa meira