Gildir 25. maí til 21. júní

Auglýsing frá heilbrigðisráðherra

Allar stofnanir Seyðisfjarðarkaupstaðar taka mið af þessari auglýsingu. Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi mánudaginn 25. maí. Þar með verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, verður heimilt að hafa opið til kl. 23.00. Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er, eins og nánar er fjallað um í auglýsingunni. Auglýsingin er í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ráðherra kynnti ákvörðun sína um breytingar á takmörkun á samkomum á fundi ríkisstjórnar í morgun.
Lesa meira
19. september 2020

Kosningar í sameinuðu sveitarfélagi

Undirbúningsstjórn verkefnisins hefur lagt til við sveitarstjórnarráðuneytið að boðað verið til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. september.
Lesa meira
Tvö spennandi störf í boði

Sumarstörf fyrir háskólanema

Seyðisfjarðarkaupstaður, í samstarfi við Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi og Tækniminjasafn Austurlands auglýsir tvö sumarstörf fyrir háskólanema
Lesa meira

2511. bæjarráð 20.05.20

2511. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Miðvikudaginn 20.05.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista. Hildur Þórisdóttir, L-lista. Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
25. - 31. maí

Hreyfivika

Eins og undanfarin vor verður Seyðfirðingum boðið upp á viðburði í Hreyfiviku. Dagskráin í ár verður að mestu leyti úti vegna aðstæðna í samfélaginu. Heilsueflandi samfélag ákvað að tengja bíllausa daga inn í vikuna í ár og hvetur fólk til að taka þátt í þeim. Minnt er á folf völlinn, tilvalin fjölskyldu- eða vinaskemmtun að taka einn hring þar. Einnig er fólk beðið um að hafa símalausar samverustundir sérstaklega í huga þessa viku og gera eitthvað skemmtilegt í stað skjátímans.
Lesa meira

59. fundur í velferðarnefnd 19.05.20

Velferðarnefnd nr. 59 / 19.05.20 Fundur haldinn þriðjudaginn 19. maí í fundarsal íþróttarhússins. Fundur hófst kl. 17:00. Mætt á fundinn: Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista, Cecil Haraldsson, L-lista, Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista, Bergþór Máni Stefánsson, D-lista, Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð. Tryggvi Gunnarsson mætti ekki.
Lesa meira

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðar verður lokuð frá og með 8. júlí til og með 5. ágúst 2020.
Lesa meira

Ferða- og menningarnefnd 18.05.20

Fundur ferða- og menningarnefndar 18.maí 2020 Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 18.maí 2020 klukkan 14:00 í fundarsal bæjarskrifstofu. Mætt: Tinna Guðmundsdóttir formaður Oddný Björk Daníelsdóttir varaformaður Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira Sesselja Hlín Jónasardóttir frá ferðaþjónustu Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi sem starfar með nefndinni Boðuð forföll: Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi Fundur hófst kl. 14:03
Lesa meira
Heitur pottur og gufa

Frá Íþróttamiðstöð

Heiti potturinn og gufan opnar í Íþróttamiðstöðinni í dag, mánudaginn 18. maí. Líkamsræktin opnar næst komandi mánudag, 25. maí, samkvæmt auglýstum opnunartíma.
Lesa meira
Aðgerðir vegna olíuleka

El Grillo og Landhelgisgæslan

Eins og bæjarbúar hafa tekið eftir hefur varðskipið Þór verið við bryggju síðastliðna viku. Hafa þeir verið við aðgerðir til að loka fyrir olíulekann sem var valdur að fugladauða síðasta sumar. Yfirhafnarvörður hefur verið tengiliður Seyðisfjarðarhafnar við Landhelgisgæsluna og Umhverfisstofnun og setið reglulega stöðufundi um gang mála.
Lesa meira