Brúna og græna tunnan!

Sorpdagur

Brúna og græna tunnan verða báðar teknar á Seyðisfirði í dag. Ástæðan er sú að Íslenska gámafélagið er komið með nýjan ruslabíl sem getur tekið tvær tunnur í einu. Einhverjar breytingar eru því væntanlegar á áður útgefnu dagatali frá þeim fyrir árið 2020.
Lesa meira
Mánudaginn 18. maí

Sundhöll opnar

Gaman er að segja frá því að Sundhöll Seyðisfjarðar opnar aftur eftir covid-19 lokun mánudaginn 18. maí klukkan 7.00. Að öllu óbreyttu mun svo Íþróttamiðstöðin opna mánudaginn 25. maí samkvæmt venjulegum opnunartíma.
Lesa meira

2510. bæjarráð 13.05.20

2509. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Miðvikudaginn 13.05.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 16:15. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista. Hildur Þórisdóttir, L-lista. Elvar Snær Kristjánsson, D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Aldan og Bakkahverfi - á morgun kl. 16

Kynning vegna snjóflóðavarnagarða

Kynningarfundur vegna snjóflóðavarnargarða á Öldunni og í Bakkahverfi verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið, fimmtudaginn 14. maí 2020 kl. 16:00. Markmið fundarins er að kynna helstu niðurstöður frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði - Aldan og Bakkahverfi.
Lesa meira
Eldri borgarar og öryrkjar

Garðsláttur sumar 2020

Á tímabilinu 8. júní til og með 14. ágúst 2020 stendur eldri borgurum og öryrkjum til boða að fá garðslátt á eftirfarandi kjörum : Hver eldri borgari / öryrki á rétt á einum fríum garðslætti Athugið að ekki verður hægt að verða við óskum frá öðrum en eldri borgurum og öryrkjum. Ef óskað er eftir garðslætti skal fylla út eyðublað og skila til bæjarverkstjóra í áhaldahús fyrir 1. júní 2020. Einnig er hægt að hringja í þjónustufulltrúa og panta garðslátt.
Lesa meira
Fimmtudaginn 14. maí klukkan 16

Fjarfundur með Rannís

Fimmtudaginn 14. maí kl. 16 stendur Austurbrú fyrir kynningarfundi í samstarfi við Rannís vegna styrkúthlutunar sem fyrirhuguð er í sumar. Fulltrúar Rannís munu fara yfir starfsemi og virkni Tækniþróunarsjóðs og kynntur verður skattafrádráttur vegna rannsóknar- og þróunarverkefna. Fundurinn fer fram á Zoom og er þátttaka ókeypis.
Lesa meira
Að hluta við Vesturveg, Norðurgötu, Bjólfsgötu, Öldugötu og Oddagötu

Hitavatnslaust

Hitavatnslaust verður að hluta við Vesturveg, Norðurgötu, Bjólfsgötu, Öldugötu og Oddagötu í dag þriðjudag. Verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790.
Lesa meira

Gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð þess í umboði svæðisráðanna.
Lesa meira
Við Vesturveg, Leirubakka, Dalbakka, Fjarðarbakka, Gilsbakka og Hamrabakka

Heitavatnslaust í dag

Heitavatnalaust verður við Vesturveg, Leirubakka, Dalbakka, Fjarðarbakka, Gilsbakka og Hamrabakka vegna lekaleitar á fjarvarmaveitu frá klukkan 10-14 í dag, mánudag.
Lesa meira
19. maí klukkan 19.30

Aðalfundur Gönguklúbbsins

Aðalfundur Gönguklúbbs Seyðisfjarðar verður haldinn í Ferjuhúsi (kaffistofu tollara) þriðjudaginn 19. maí 2020 klukkan 19:30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Starfsáætlun næsta árs. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin.
Lesa meira