Opnunartími

Frá bókasafninu

Bókasafnið verður opið í dag, 2. nóvember á hefðubundnum tíma frá klukkan 15-18. Frá og með morgundeginum, 3. nóvember og til 17. nóvember, verður opið frá klukkan16-18.
Lesa meira
Fjölskylduleikur

Útibingó - Dagar myrkurs

Í tilefni Daga myrkurs er tilvalið að kíkja út með fjölskyldunni og fara í útibingó! #dagarmyrkurs
Lesa meira
Hálkuvörn á brýr

Frá Gönguklúbbnum

Félagar í Gönguklúbbi Seyðisfjarðar hafa nú sett hálkuvörn á göngubrýrnar yfir Ytri-Hádegisá. Brýrnar geta orðið hálar þegar timburdekkið er blautt eða hélað eins og verður oft.
Lesa meira
28.október – 1.nóvember

Dagar myrkurs á Seyðisfirði

Í ljósi aðstæðna verður í ár lögð áhersla á að nýta tæknina, t.d. verður hægt að hlusta á sögur af vættum og draugum í hlaðvörpum, fyrirhugað er að halda bílabíó og hryllingsmyndabíó! Samvera fjölskyldunnar er í forgrunni á Dögum myrkus. Tilvalið er að koma saman og skera út í grasker og/eða rófur, eins og gert var til forna og setja ljóstýru inn í hryllileg listaverkin. Innvolsið má svo nýta í hroðalega súpu eða fyrir fugla og mýs. Myndir af listaverkunum er svo upplagt að setja á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #dagarmyrkurs.
Lesa meira
Stjórnsýslusíða sveitarfélagsins

Heimasíða fyrir Múlaþing

Tekin hefur verið í notkun heimasíða fyrir sveitarfélagið Múlaþing sem hefur lénið mulathing.is. Þær heimasíður sem áður tilheyrðu Borgarfjarðarhreppi, Djúpavogshreppi, Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað þjóna ekki lengur því hlutverki að vera opinberar heimasíður sveitarfélagsins.
Lesa meira
Liggur niðri í tvær vikur

Félagsstarf eldri borgara

Allt félagsstarf eldri borgara fellur því miður niður næstu tvær vikurnar vegna nýrra viðmiðunarreglna í covid-19. Staðan verður tekin aftur í byrjun nóvember.
Lesa meira
Vesen með síma og tölvupóst

Frá bæjarskrifstofunni

Beðist er velvirðingar á að vesen er bæði á símakerfi og tölvupósti til bæjarskrifstofunnar í dag. Orsökin er sú að verið er að samkeyra sveitarfélagið Múlaþing og einhverjir hnökrar eru þar á. Tökum því með æðruleysi en vonum að lag komist á sem allra fyrst.
Lesa meira
Samþykkt samhljóða

Formlega orðið Múlaþing

Nafnið Múlaþing var í gær, 14. október, formlega staðfest sem nafn á sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Nafnið var samþykkt samhljóða í annarri umræðu á sveitarstjórnarfundi sem fram fór í Valaskjálf og var streymt beint út á netinu.
Lesa meira
Símatímar í stað viðtalstíma

Byggingarfulltrúi

Í ljósi samkomutakmarkana sem tekið hafa gildi falla viðtalstímar byggingarfulltrúa á þriðju- og föstudögum niður þar til annað verður ákveðið. Þeim sem þurfa að ná í byggingafulltrúa er bent á að panta símatíma við hann í síma 4700 700.
Lesa meira
Fjarlægð, grímur, spritt og handþvottur

Staða Covid-19 mála

Staðan hér í fjórðungnum er í jafnvægi sem stendur. Gerum allt sem við getum í sameiningu til að halda því þannig.
Lesa meira