Fyrir 27. september klukkan 24.00

Styrkveitingar á árinu 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til Seyðisfjarðarkaupstaðar um framlög og styrkveitingar á árinu 2020. Samkvæmt samþykkt hjá Seyðisfjarðarkaupstað þurfa aðilar, s.s. félög og félagasamtök sem vilja sækja um styrki eða framlög við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að skila skriflegri umsókn til bæjarskrifstofu þar að lútandi.
Lesa meira

8. fundur í hafnarmálaráði 05.09.2019

8. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 Fimmtudaginn 5. september 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15. Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista, Guðjón Már Jónsson L-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri. Unnar Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi mætti ekki. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

1753. Bæjarstjórn 04.09.2019

Miðvikudaginn 4. september 2019 kom bæjarstjórn Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal íþróttamiðstöðvar, 2. hæð. Hófst fundurinn klukkan 16:00. Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir L-lista, Ágúst T. Magnússon L-lista í fjarveru Örnu Magnúsdóttur, Vilhjálmur Jónsson B- lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista, Rúnar Gunnarsson L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista, Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundarritari var Inga Þorvaldsdóttir.
Lesa meira

Ferða- og menningarnefnd 02.09.19

Haldinn var fundur ferða- og menningarnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar 2.september 2019 í fundarsal Íþróttamiðstövar klukkan 16:15 Mætt á fundinn Tinna Guðmundsdóttir Oddný Björk Daníelsdóttir Ólafur Pétursson, varamaður, í fjarveru Bóasar Eðvaldssonar Sesselja Hlín Jónasardóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Boðuð forföll Hjalti Bergsson Bóas Eðvaldsson Sonia Stefánsdóttir, vegna liðar 1a.
Lesa meira

Umhverfisnefnd 02.09.2019

Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 02. sept 2019. Mánudaginn 02.09.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:30. Fundarmenn: Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Helgi Örn Pétursson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista, Óla Björg Magnúsdóttir og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Lesa meira

Endurskoðað hættumat fyrir Seyðisfjörð og hættumat fyrir Vestdalseyri

Endurskoðað hættumat fyrir Seyðisfjörð og hættumat fyrir Vestdalseyri voru kynnt á íbúafundi sem haldinn var fimmtudaginn 29. ágúst s.l.. Hættumatskort og skýrslur sem lýsa forsendum matsins munu liggja frammi á skrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér þessar skýrslur.
Lesa meira
Menningarhátíð barna

BRAS

BRAS er menningarhátíð þar sem börnum og ungu fólki á Austurlandi er gefið tækifæri til að skapa og upplifa listir í víðu samhengi. Hátíðin var haldin í fyrsta skiptið 2018 og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í haust, en septembermánuður er tileinkaður menningu barna og ungmenna á Austurlandi.
Lesa meira
"Ef þetta væri hnjáliður væri bara skipt um"

Viðtal mánaðarins - ágúst

Arnar Klemensson er í ágústviðtali Heilsueflandi samfélags. Arnar þekkja eflaust flestir, en hann er fæddur og uppalinn Seyðfirðingur. Verkefnastjóri fékk að forvitnast um hvernig var að alast upp á Seyðisfirði og hvernig er að vera fluttur aftur heim. Og það sem líklega færri vita, að Arnar tók þátt í Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul, í Suður Kóreu, árið 1988.
Lesa meira

2481. bæjarráð 28.08.19

Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður L – lista. Hildur Þórisdóttir L –lista. Elvar Snær Kristjánsson D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

6. fundur í fræðslunefnd 27.08.19

Fundargerð 6. fundar fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019. Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15. Fundinn sátu: Bára Mjöll Jónsdóttir varaformaður L-lista, Gunnar Sveinn Rúnarsson L- lista, Halla D.Þorsteinsdóttir L- lista Jóhanna Magnúsdóttir D-lista, Ingvar Jóhannsson B- lista, Mætt vegna liðar 1-4 Svandís Egilsdóttir skólastjóri. Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar, Þorkell Helgason fulltrúi starfsmanna grunnskóladeildar. Hanna Cristel Sigurðardóttir fulltrúi foreldrafélags Seyðisfjarðaskóla.
Lesa meira