Röð skíðagöngumóta

Íslandsgangan

Íslandsgangan er röð skíðagöngumóta sem skíðagöngunefnd Skíðasambands Íslands hefur efnt til árlega síðan 1985. Henni er ætlað að höfða til allra sem áhuga hafa á skíðaíþróttum, bæði þeim sem leitast eftir ánægjulegri og hollri útiveru og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.
Lesa meira

2499. bæjarráð 19.02.20

2499. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir í stað Rúnars Gunnarssonar formanns, L –lista, Arna Magnúsdóttir í stað Hildar Þórisdóttur L-lista. Elvar Snær Kristjánsson D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - Lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
17. febrúar

Úrslit Viskubrunns

Úrslit gærkvöldsins, 17. febrúar, í Viskubrunni voru eftirfarandi : Smyril Line 14 - Skálanes 12 Bæjarskrifstofan 9 - Silfurhöllin 23 Lions 17 - Frumkvöðlasetrið 15 Gagn og gaman 14 - ME 17 Þau lið sem eigast við annað kvöld, 19. febrúar, í fyrstu umferð eru : HSA – Íþróttamiðstöðin, Stálstjörnur – Ferðaþjónusta Austurlands, Litla Gula – Kirjukórinn /Kirkjan og Frystihúsið - Rollurnar
Lesa meira

58. fundur í velferðarnefnd 18.02.20

Velferðarnefnd nr. 58 / 18.02.20 Fundur haldinn þriðjudaginn 18. febrúar í fundarsal íþróttarhússins. Fundur hófst kl. 17:14. Mætt á fundinn: Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista, Cecil Haraldsson, L-lista, Bergþór Máni Stefánsson, D-lista, Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð. Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista, mætti ekki. Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, mætti ekki.
Lesa meira
18. apríl 2020

Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi

Kosið verður til sveitarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 18. apríl næstkomandi. Kjósa skal ellefu fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags, auk átta fulltrúa og átta til vara með beinni kosningu í fjórar heimastjórnir sveitarfélagsins. Heimastjórn Borgarfjarðar Heimastjórn Djúpavogs Heimastjórn Fljótsdalshéraðs Heimastjórn Seyðisfjarðar Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna 18. apríl 2020 rennur út á hádegi laugardaginn 28. mars nk. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum. Við heimastjórnarkosningar er kosning ekki bundin við framboð en allir kjósendur á viðkomandi svæði eru í kjöri. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hafist þann 22. febrúar nk. hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum Íslands.
Lesa meira
Mikilvægt að brúa kynslóðabil

Frábær verkefni í Seyðisfjarðarskóla

Sem dæmi má nefna að nemendur í grunnskóladeild geta sótt um að fara í starfsfræðslu á leikskóladeild. Nemendur í grunnskóladeild fara reglulega og lesa eða leika með nemendum á leikskóladeild. Nemendur í grunnskóladeild fá að taka viðtöl við þá sem eldri eru um ýmiss málefni tengd náminu þeirra. Nemendur á öllum deildum fara í heimsóknir á Hjúkrunarheimilið Fossahlíð og leika, lesa eða syngja með vistmönnum, um það bil í hverjum mánuði sem skólinn starfar.
Lesa meira
Atkvæðagreiðsla 18. apríl 2020

17 tillögur að nöfnum

Fordæmi er fyrir því að kenna sveitarfélög við höfuðáttirnar, sbr. Vesturbyggð, Austur-Hérað sem síðar hefur sameinast Fljótsdalshéraði og Austurbyggð sem hefur síðar sameinast í Fjarðabyggð. Heitið Austurbyggð var notað um sveitarfélag á Austfjörðum. Það varð til 1. október 2003 við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps, en þann 9. júní 2006 sameinaðist það Fáskrúðsfjarðarhreppi, Mjóafjarðarhreppi og Fjarðabyggð undir merkjum Fjarðabyggðar. Heitið er því ekki lengur í notkun.
Lesa meira

2. fundur í hafnarmálaráði 18.02.20

Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15 Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista, Guðjón Már Jónsson L-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri. Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti ekki. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Upphaf af mottumars

Karlahlaup Krabbameinsfélagsins

Karlahlaupið er 5 km hlaup sem hentar öllum, afreksmönnum, skokkurum, göngufólki, hægum og hröðum, ungum og öldnum. Hægt er að fara bæði hratt og hægt yfir og jafnvel stytta sér leið.
Lesa meira
Klukkan 19.30

Viskubrunnur hefst í dag

Fyrsti keppnisdagur Viskubrunns er í dag, mánudaginn 17. febrúar. Keppnin hefst klukkan 19.30 í bíósalnum í Herðubreið. Kaffi, djús og vöfflur til sölu! (Ath. enginn posi)
Lesa meira