4. fundur í hafnarmálaráði 28.04.20

Þriðjudaginn 28. apríl kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Hefst fundurinn kl. 16:15 Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista, Guðjón Már Jónsson L-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri. Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti ekki. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

Ferða- og menningarnefnd 27.04.20

Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 27. apríl 2020 klukkan 14:00 í gegnum fjarfundarbúnað zoom. Mætt: Tinna Guðmundsdóttir formaður Oddný Björk Daníelsdóttir varaformaður Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira Sesselja Hlín Jónasardóttir frá ferðaþjónustu Benedikta Guðrún Svavarsdóttir í fjarveru Sesselju Hlínar Jónasardóttur Jónína Brá Árnadóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi sem starfar með nefndinni Boðuð forföll: Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu.
Lesa meira

Umhverfisnefnd 27.04.20

Fundur umhverfisnefndar 27. apríl 2020. Mánudaginn 27.04.2020 hélt umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar nefndarfund í gegnum Zoom fjarfundarkerfi. Fundurinn hófst kl. 16:20 Fundarmenn: Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Lesa meira
Seyðisfjörður 125 ára

Vegna afmælishátíðar

Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta fyrirhugaðri afmælisdagskrá Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna 125 ára afmælis kaupstaðarins lengra inn í sumarið vegna heimsfaraldursins covid-19 og óvissu um stöðu, boð og bönn í samfélaginu.
Lesa meira
Frestur til 1. júní

Frummatsskýrsla snjóflóðavarna á Öldunni og í Bakkahverfi

Skipulagsstofnun hefur auglýst frummatsskýrslu vegna snjóflóðavarna á Öldunni og í Bakkahverfi. Frestur til að koma með ábendingar eða athugasemdir er til 1. júní.
Lesa meira
Geta opnað aftur 4. maí með ákveðnum skilyrðum

Söfn og menningarstofnanir

Söfn og menningarstofnanir geta opnað að nýju þann 4 maí. En þar þarf að virða fjöldatakmarkanir sem birt er í auglýsingu heilbrigðisráðherra 21 apríl síðastliðin. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar auglýs­ingar. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 50 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum.
Lesa meira
Við komu til Íslands

Fjórtán daga sóttkví

Tilkynning um kröfu þess efnis að allir þeir sem koma til landsins sæti 14 daga sóttkví vegna COVID-19. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að fyrirbyggja að Corona veiran sem veldur COVID-19 berist með ferðamönnum til landsins. Ströng skilyrði verða fyrir ferðalögum til landsins frá 24. apríl til og með 15. maí 2020.
Lesa meira
Dagur umhverfisins, 25. apríl

Stóri plokkdagurinn 2020

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins laugardaginn 25. apríl og hvetur Seyðisfjarðarkaupstaður íbúa og fyrirtæki til þátttöku með því að plokka í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum.
Lesa meira

2507. bæjarráð 22.04.20

2507. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Miðvikudaginn 22.04.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í Zoom fjarfundi. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista. Hildur Þórisdóttir, L-lista. Elvar Snær Kristjánsson, D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Frá Samhæfingarmiðstöð almannavarna

Tilslökun á samkomubanni

Þegar takmarkanir á skólahaldi falla úr gildi verður starf leik- og grunnskóla með hefðbundnum hætti og nemendur í framhalds- og háskólum mega á ný mæta í sínar skólabyggingar. Áfram verða almennar sóttvarnarráðstafanir í skólum sem og annars staðar og skólar fylgja viðbragðsáætlunum sínum varðandi mögulegt smit. Neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 er áfram í gildi.
Lesa meira