Íbúafundur um aðalskipulag og nýtt hættumat vegna ofanflóða fyrir Seyðisfjörð.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 16:00 í bíósal Herðubreiðar. Mikilvægt er að heyra sjónarmið bæjarbúa.
Lesa meira
Laugardagurinn 5.október

Haustroði 2019

Haustroði verður haldinn með pompi og prakt laugardaginn 5.október með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri.
Lesa meira
Hefst miðvikudaginn 4. september

Eldri borgarar - Handavinna

Handavinna fyrir eldri borgara hefst í Öldutúni miðvikudaginn 4. september næst komandi. Verður alla miðvikudaga fram að jólum frá klukkan 13-17. Umsjón Ingibjörg María Valdimarsdóttir. Allir velkomnir
Lesa meira

1752. bæjarstjórn 21.08.19

1752. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 21. ágúst 2019, hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund á bæjarskrifstofunni. Hófst fundurinn kl. 16:00. Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir L-lista, Arna Magnúsdóttir L-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista, Rúnar Gunnarsson L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista, Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Lesa meira
Föstudaginn 23. ágúst

The Raven‘s Kiss frumflutt í Herðubreið

Ópera, The Raven’s Kiss, eftir Þorvald Davíð Kristjánsson og Evan Fein, verður frumflutt í Herðubreið á Seyðisfirði, 23. ágúst. The Raven's Kiss er ópera í tveimur þáttum, fyrir 5 einsöngvara og litla hljómsveit. Söguþráðurinn í óperunni er eftir Þorvald Davíð Kristjánsson, en tónlistin eftir Evan. Sagan byggir á íslenskri þjóðsögu en verkið gerist í íslenskum firði sem er illa leikinn eftir skæða farsótt. Á einum bænum standa aðeins feðgarnir eftir en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að ókunnug, erlend kona siglir inn fjörðinn ein á bát.
Lesa meira

52. fundur í velferðarnefnd 20.08.19

Fundarboð velferðarnefndar nr. 52 / 20.08.19 Fundur haldinn þriðjudaginn 20. ágúst í fundarsal íþróttahússins klukkan 17:00. Mætt á fundinn: Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, varaformaður L- lista, Cecil Haraldsson, L-lista, Elva Ásgeirsdóttir, D-lista, Bergþór Máni Stefánsson, D-lista, Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð. Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista, boðaði forföll. Mætt v.liðar 1.1 kl 17:00 : Svandís Egilsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar. Mætt v.liðar 1.2. kl.17.30 Guðrún Kjartansdóttir, forstöðumaður Sundhallar. Mætt v.liðar 1.3 kl 18:00 : Kristín Klemensdóttir, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar. Mætt v.liða 1.2, 1.3 og 2 kl 17:30 : Jónína Brá, íþróttafulltrúi.
Lesa meira
14. ágúst 2019 markar þáttaskil

Fjarðarheiðargöng fyrst í nýrri áætlun

14. ágúst 2019 markar þáttaskil í baráttu Seyðfirðinga fyrir göngum undir Fjarðarheiði og eru bæjarbúar hvattir til þess að leggja þessa dagsetningu á minnið. Baráttan hefur staðið yfir síðan í mars 1975 rifjaði Þorvaldur Jóhannsson upp á fundinum á Egilsstöðum í gær. Það eru 44 ár ef mér telst rétt til. Það er langur tími og við þurfum að bíða eitthvað ennþá eftir því að geta ekið í gegnum göngin.
Lesa meira

2480. bæjarráð 15.08.19

2480. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 15. ágúst 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður L – lista. Hildur Þórisdóttir L –lista. Elvar Snær Kristjánsson D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Sigurbergur Reynir

Nýr Seyðfirðingur

Aðalheiður bæjarstjóri heimsótti í gær Benediktu Svavarsdóttur, Ingarafn Steinarsson og Sigurberg Reyni Ingarafnsson. Drengurinn fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 3. maí 2019 og var 51 cm og 16 merkur. Sigurbergur Reynir á stóran bróður, Hörð Áka, sem er fæddur 2016. Hann er annað barn foreldra sinna.
Lesa meira
Staða forstöðumanns

Tækniminjasafn Austurlands

Tækniminjasafn Austurlands, Seyðisfirði auglýsir stöðu forstöðumanns lausa til umsóknar. Hæfniskröfur eru menntun á ábyrgðarsviði safnsins eða hliðstæð hæfni. Upplýsingar veitir forstöðumaður á skrifstofutíma í síma 472 1696 / 861 7764 eða með tölvupósti tekmus@tekmus.is. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ferilskrá og kynningarbréf sendist á tekmus@tekmus.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Lesa meira