2498. bæjarráð 06.02.20

2498. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Hildur Þórisdóttir L-lista, Oddný B. Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista, Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - Lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Skilafrestur til kl. 13 þann 7. febrúar

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Í kjölfar ákvörðunar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar liggur fyrir að velja nafn á nýja sveitarfélagið. Skipuð hefur verið nafnanefnd sem kallar eftir tillögum að nafni fyrir nýja sveitarfélagið. Nefndin mun velja 5-10 nöfn úr tillögunum og senda Örnefnanefnd til umsagnar.
Lesa meira
Gjaldskylda og klippikort

Betri sorpflokkun

Eigendur fasteigna í Seyðisfjarðarkaupstað eiga von á pósti sem inniheldur annars vegar klippikort og hins vegar upplýsingabækling varðandi gjaldskyldu sorpflokkunar. Í bæklingnum er útskýrt vandlega um hvað málið snýst og eru bæjarbúar hvattir til þess að kynna sér hann vel og vandlega.
Lesa meira
Hefst 5. febrúar

Lífshlaupið

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira

1. fundur í fræðslunefnd 30.01.20

1. fundur Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2020 Fimmtudaginn 30.jan 2020 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15. Fundinn sátu: Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista, Gunnar Rúnarsson L- lista, Jóhanna Magnúsdóttir D-lista, Ingvar Jóhannsson B-lista Mætt vegna liðar 1-4 Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar. Þorkell Helgason fulltrúi grunnskólakennara og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fulltrúi foreldra í grunn- og leikskóla. Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundagerð Fundagerð færð í tölvu.
Lesa meira

2497. bæjarráð 29.01.20

2497. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Miðvikudaginn 29. janúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L- lista, Hildur Þórisdóttir L- lista, Elvar Snær Kristjánsson D - lista, Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B - lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Gatnagerðargjöld felld niður tímabundið

Fréttatilkynning

Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar samþykkti á fundi sínum 06.06.2019 að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld af tilbúnum lóðum. Skortur á íbúðarhúsnæði í Seyðisfjarðarkaupstað og talsvert framboð af tilbúnum lóðum til byggingaframkvæmda er ástæða þessa tímabundna verkefnis. Það er von bæjarstjórnar að það ýti undir nýbyggingar íbúðahúsnæðis í bænum. Eins og kemur fram í meðfylgjandi reglum eru gatnagerðargjöldin tímabundið felld niður og gildir í 12 mánuði.
Lesa meira
Ath. breytingar!

Fasteignagjöld

Seyðisfjarðarkaupstaður vill gjarnan vekja athygli á breytingum á fasteignagjöldum fyrir árið 2020, sem til koma vegna sameiningar sveitarfélaganna. Breytingarnar eru þær að gjalddagi verður 1. hvers mánaðar í stað 15. hvers mánaðar og greiðslur munu dreifast á níu mánuði í stað átta.
Lesa meira
Eldri borgarar og öryrkjar

Vatnsleikfimi

Fyrirhugað er að vatnsleikfimi fyrir eldri borgara og öryrkja hefjist aftur að lokinni viðgerð á Sundhöll. Ekki er alveg hægt að segja fyrir um tíma, en verður auglýst nánar þegar nær dregur. Tímar eru fyrirhugaðir tvisvar í viku og kennari verður sem áður Unnur Óskarsdóttir.
Lesa meira
Opið fyrir umsóknir / Open for applications

Bláa kirkjan

Tónleikaröð Bláu kirkjunnar auglýsir eftir umsóknum vegna tónleikaraðar 2020. Um sex tónleika er að ræða sem haldnir verða á miðvikudagskvöldum yfir hásumartímann á Seyðisfirði. We are open for applications for our summer series 2020, 6 concerts will be held on Wednesday nights in July and until the middle of August
Lesa meira