Ný kennitala 1. október

Sameining sveitarfélaga á Austurlandi

Hið nýja sveitarfélag hefur fengið kennitölu 660220-1350 sem formlega verður til um mánaðarmótin sept/okt 2020. Þannig að allir reikningar eða kröfur frá og með 01.10.2020 sem tilheyra þeim mánuði skulu stofnaðir á þá kennitölu. Endanlegt nafn hins nýja sveitarfélags ákvarðast vonandi á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar sem verður í byrjun október.
Lesa meira
Nýju sveitarfélagi óskað til hamingju

Úrslit kosninga

Kosið var til sveitarstjórna í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi síðast liðinn laugardag. Úrslit voru svohljóðandi: B listi Framsóknarflokks: 420 atkvæði, 19%, 2 fulltrúar D listi Sjálfstæðisflokks: 641 atkvæði, 29%, 4 fulltrúar L listi Austurlista: 596 atkvæði, 27%, 3 fulltrúar M listi Miðflokks: 240 atkvæði, 11%, 1 fulltrúi V listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: 294 atkvæði, 13%, 1 fulltrúi Auðir: 53 Ógildir: 7
Lesa meira
Hvernig kýs ég í heimastjórn?

Heimastjórnir

Sveitarstjórnarkosninar fara fram á morgun, 19. september, eins og flestir vita. Vakin er athygli á frambjóðendum í heimastjórnir fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Sjá hér. Hver og einn kjósandi má kjósa sér einn einstakling í heimastjórn og þarf að rita nafn viðkomandi og heimilisfang svo kosning sé gild. Kjósa má alla íbúa, eldri en 18 ára með lögheimili í sveitarfélaginu, þó þeir hafi ekki boðið sig fram í heimastjórn.
Lesa meira
Nýtt sameinað sveitarfélag

Laus störf

Vakin er athygli á tveimur nýjum störfum sem auglýst er eftir í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Auglýst er eftir, annars vegar byggingarfulltrúa, og hins vegar skipulagsfulltrúa. Áhugasamir, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um.
Lesa meira
Á morgun!

Sveitarstjórnarkosningar 2020

Auglýsing frá yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga og kosninga til heimastjórna í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar, sem fram fara þann 19. september 2020.
Lesa meira

Umhverfisnefnd 17.09.20

Fundur umhverfisnefndar 17. september 2020. Fimmtudaginn 17.09.2020 hélt umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar nefndarfund í fundarsal bæjarstjórnar Seyðisfjarðar að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:27 Fundarmenn: Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Lesa meira

2523. bæjarráð 16.09.20

2523. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Miðvikudaginn 16.09.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar í fundarsal bæjarskrifstofunnar. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Arna Magnúsdóttir í stað Hildar Þórisdóttur, L -lista, Skúli Vignisson í stað Elvars Snæs Kristjánsson, D – lista, Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B – lista boðaði forföll, Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi

BRAS

Einkunnarorð hátíðarinnar eru Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hátíðarinnar að hvetja börn á Austurlandi til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Hátíðin er haldin frá miðjum september fram í október þar sem fram fara litlir sem stórir listviðburðir auk námskeiða og fræðslu á sviði lista og menningar. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem öll börn á Austurlandi geta unnið saman á jafningjagrundvelli óháð móðurmáli, tungumálakunnáttu og búsetu. Unnið er þvert á þjóðerni, byggðakjarna og aldur.
Lesa meira
3. október 2020

Haustroði 2020

Hinn árlegi og stórskemmtilegi viðburður Haustroði verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið laugardaginn 3. október nk. með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri.
Lesa meira
Breytt opnun bara í dag!

Bókasafnið í dag

Kæru viðskiptavinir, Bókasafnið verður opnað fyrr en venjulega í dag, þriðjudaginn 15. september. Það verður opnið frá klukkan 13-15 og lokað milli klukkan 16 og 18 vegna rafmagnleysis. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda. Bókaverðir.
Lesa meira