15.09.2020
Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstaks menningarafreks sem er öðrum fyrirmynd. Verðlaunin eru í formi verðlaunafjár að upphæð 250.000 kr og heiðursskjals sem afhent er á haustþingi SSA.
Lesa meira
15.09.2020
Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á vefsíðunni svausturland.is
Stofnaðar verða síður á svausturland.is fyrir hvert heimastjórnarsvæði þar sem upplýsingarnar verði birtar í stafrófsröð þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér.
Lesa meira
14.09.2020
Þjónustufulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar sér um afgreiðslu húsaleigubóta fyrir skólafólk yngri en 18 ára.
Gögn vegna húsaleigubóta skulu gjarnan berast þjónustufulltrúa fyrir 15. september næst komandi. Gögn skulu vera umsókn, staðfesting um skólavist, húsaleigusamningur og skattframtal 2020. Velkomið er að senda gögn, allt nema frumrit húsaleigusamnings, á netfangið eva@sfk.is.
Lesa meira
14.09.2020
Fundurinn verður haldinn þriðjudagskvöldið 15. september klukkan 20:00. Fundinum verður sendur út beint í gegnum Facebook-síðu Austurfréttar. Vegna samkomutakmarkana verða engir áhorfendur í sal.
Lesa meira
11.09.2020
Þeir sem eiga ekki heimangengt á kjördag vegna sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi og heimastjórnarkosninga eru hvattir til að kjósa utankjörfundar.
Lesa meira
11.09.2020
Gaman er að segja frá því að tvö gámahús bárust með Norrænu til Seyðisfjarðar í vikunni. Húsin, sem til samans erum í kringum 160 fm2, á að nýta sem viðbót við skólahúsnæði Seyðisfjarðarskóla. Í gærmorgun voru húsin færð og staðsett ofan á grunninum við Rauða skóla en þar munu þau standa og tengjast skólanum. Mikil þörf er og hefur verið fyrir aukið rými innan skólans undan farin ár og verður þessi viðbót því kærkomin. Stefnt er að því að taka stofurnar í gagnið hið allra fyrsta.
Lesa meira
09.09.2020
Tilkynning frá heilsugæslunni.
Tímabundnar breytingar verða á blóðprufudögum. Nú verða blóðprufur á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 08:30 til 09:30.
Lesa meira
09.09.2020
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira
09.09.2020
Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2021.
Lesa meira
09.09.2020
1767. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar
Miðvikudaginn 9. september 2020 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar fjarfund í Zoom og hófst fundurinn kl. 16:00. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum.
Fundinn sátu:
Hildur Þórisdóttir forseti L-lista,
Þórunn Hrund Óladóttir L-lista,
Arna Magnúsdóttir í stað Benediktu G. Svavarsdóttur L-lista,
Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista,
Rúnar Gunnarsson L-lista,
Elvar Snær Kristjánsson D-lista,
Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri,
Vilhjálmur Jónsson B-lista, boðaði forföll.
Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Lesa meira