Ferða- og menningarnefnd 09.01.20

Fundur ferða- og menningarnefndar 9. janúar 2020. Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar fimmtudaginn 9. janúar 2020 klukkan 16:00 í fundarsal bæjarskrifstofu. Mætt: Tinna Guðmundsdóttir Oddný Björk Daníelsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Ólafur Pétursson, í fjarveru Bóasar Eðvaldssonar Jónína Brá Árnadóttir, sem starfar með nefndinni Boðuð forföll: Bóas Eðvaldsson frá ferðaþjónustu Hjalti Þór Bergsson áheyrnafulltrúi Fundur hófst kl: 16:05.
Lesa meira

2495. bæjarráð 08.01.20

2495. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Fimmtudaginn 8. janúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Hildur Þórisdóttir L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D – lista, Snorri Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista í stað Vilhjálms Jónssonar, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir . Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Íslenska fyrir útlendinga

Icelandic courses

Beginner´s course starts january 28th and advanced course starts january 28th. Byrjendanámskeið hefst 28. janúar og framhaldsnámskeið hefst 28. janúar. Kurs dla początkujących zaczyna się 28 styczniu. Kurs dla zaawansowanych zaczyna się 28 styczniu.
Lesa meira

1. fundur í hafnarmálaráði 07.01.20

1. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2020 Þriðjudaginn 07. janúar 2020 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15 Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista, Guðjón Már Jónsson L-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri. Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi B-lista mætti ekki. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Fyrsti og eini kvenkyns bæjarstjórinn á Seyðisfirði

Áramótaræða bæjarstjóra

Kæru bæjarbúar og gestir, gleðilega hátíð. Það er áhugavert að standa hér, fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar og jafnframt síðasti bæjarstjórinn fyrir kaupstaðinn. Þessi áramót eru merkileg tímamót fyrir margt, fyrst og fremst fyrir það að kaupstaðurinn fer inn í sitt hundrað tuttugasta og fimmta starfsár og jafnframt hið síðasta sem sjálfstæður kaupstaður.
Lesa meira

2494. bæjarráð 02.01.20

2494. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Fimmtudaginn 2. janúar 2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Hildur Þórisdóttir L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D – lista, Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Meira er ekki alltaf betra!

Viðtal mánaðarins - desember

Það er vel við hæfi að síðasta viðtalið í heilsueflandi viðtalsröðinni sé við Unni Óskarsdóttur, íþróttakennara. Unnur hefur á einn eða annan hátt komið að mörgum, ef ekki flestum, þeim íþróttagreinum sem stundaðar hafa verið á Seyðisfirði undanfarna áratugi.
Lesa meira
ATHUGIÐ NÝR TÍMI !!!

Áramótabrenna

Árleg áramótabrenna verður tendruð á gamlársdag. Staðsetning er sú sama og í fyrra; fyrir innan Langatanga. Tímasetning er ný í ár, en kveikt verður upp í brennunni klukkan 17. Hittumst og kveðjum árið 2019 saman. Athugið að veðurspá er því miður ekki góð - svo fylgist vel með hér á síðunni varðandi mögulegar breytingar.
Lesa meira
Hvað þýðir að vera heilbrigður?

Um viðtal mánaðarins

Vefsíðustjóri og verkefnastjóri heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði ákvað í byrjun ársins 2019 að búa til nýtt verkefni fyrir vefsíðu kaupstaðarins. Hugmyndin var að bjóða upp á persónuleg og einlæg viðtöl, eitt í hverjum mánuði, í heilt ár. Öll skyldu viðtölin hafa með ólíkar nálganir að gera á sama viðfangsefninu; hvað er heilsa og hvernig viðhöldum við henni.
Lesa meira
Kæru vinir!

Jólakveðja

Kær jólakveðja og bestu óskir um farsæla og óhappalausa jólahátíð, frá starfsfólki bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa meira