Tilraun til eins árs

Árskort í líkamsrækt og sund

Gaman er að segja frá því að Seyðisfjarðarskóli býður nú starfsfólki sínu árskort í líkamsrækt og sund gegn 5000 króna skuldbindingargjaldi. Hugmyndin með þessari nýbreytni er meðal annars að hvetja starfsfólk til hreyfingar og heilsusamlegs lífsstíls, gera vinnustaðinn að enn betri vinnustað og síðast en ekki síst verður áhugavert að sjá hvort þetta muni draga úr veikindadögum og auka almenna vellíðan starfsfólks.
Lesa meira
Opnunartímar

Flugeldasala

Opið verður sem hér segir í Sæbóli, flugeldasölu Björgunarsveitarinnar Ísólfs : Sunnudagur 29. desember frá klukkan 17-22 Mánudagur 30. desember frá klukkan 14-22 Þriðjudagur 31. desember frá klukkan 12-16 Mánudagur 6. janúar frá klukkan 14-18. Fólk er hvatt til að huga vel að öllum öryggisbúnaði við handfjöllun og notkun flugelda.
Lesa meira

2493. bæjarráð 18.12.19

2493. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Miðvikudaginn 18. desember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Hildur Þórisdóttir L-lista. Elvar Snær Kristjánsson D – lista. Snorri Jónsson í stað Vilhjálms Jónssonar áheyrnarfulltrúi B – lista. Fundargerð ritaði Hildur Þórisdóttir . Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar

Opið verður í Íþróttamiðstöðinni yfir hátíðarnar sem hér segir : 23. desember frá klukkan 8-13 & 16-20. 27. desember frá klukkan 10-14 & 16-20. 28. desember frá klukkan 10-14. 30. desember frá klukkan 8-13 & 16-20. Lokað verður 24, 25, 26 og 31. desember og á nýársdag. Opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar 2020 klukkan 8.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Sundhöll Seyðisfjarðar

Opið verður í Sundhöllinni út árið sem hér segir: Þorláksmessa frá klukkan 13:00 - 16:00, upphituð laug. Opið 27. og 30. desember frá klukkan 7-10 og 16-20. Upphituð laug verður aftur laugardaginn 28. desember frá klukkan 11-14. Lokað verður 24., 25., 26. og 31. desember. Einnig lokað á nýársdag. Sjáumst í sundi.
Lesa meira
Opnunartími, jól og áramót

Bókasafn Seyðisfjarðar

Opið verður á bókasafninu yfir jólahátíðina sem hér segir: Á Þorláksmessu frá klukkan 14:00-17:00. Þann 27. og 30. desember frá klukkan 14-17. Lokað verður á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Opnar aftur fimmtudaginn 2. janúar 2020 klukkan 15. Jólakveðja, bókaverðir.
Lesa meira

56. fundur í velferðarnefnd 17.12.19

Velferðarnefnd nr. 56 / 17.12.19 Fundur haldinn þriðjudaginn 17. desember í fundarsal íþróttarhússins kl. 17:00. Mætt á fundinn: Arna Magnúsdóttir, formaður L-lista, Ósk Ómarsdóttir í fjarveru Guðrúnar Ástu Tryggvadóttur, L- lista, Cecil Haraldsson, L-lista, Guðný Lára Guðrúnardóttir, D-lista, Bergþór Máni Stefánsson, D-lista, Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi sem ritar fundargerð. Tryggvi Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, B-lista, mætti ekki.
Lesa meira

Umhverfisnefnd 16.12.19

Fundur umhverfisnefndar 16. desember 2019 Mánudaginn 16.12.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20 Fundarmenn: Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Bjarki Borgþórsson L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Lesa meira
Rafmagnsleysi

Frá Rarik

Allir notendur á Austurlandi eiga að vera komnir með rafmagn og verður vonandi ekki frekara rafmagnsleysi í þessu veðri. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Lesa meira

1756. bæjarstjórn 11.12.19

1756. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 11. desember 2019, heldur bæjarstjórn Seyðisfjarðar fund í íþróttamiðstöðinni (fundarsal 2. hæð) og hefst fundurinn kl. 16:00. Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir forseti L-lista, Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Arna Magnúsdóttir L-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista, Rúnar Gunnarsson L-lista, Elvar Snær Kristjánsson D-lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri. Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Lesa meira