Alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast á Seyðisfirði!

Sirkus opnar á Seyðisfirði

Fimmtudaginn 13. júní síðast liðinn var opnaður nýr skemmtistaður á Seyðisfirði, Sirkus. Sigríður Guðlaugsdóttir athafnakona og Philippe Clause eru eigendur Sirkuss. Barinn var áður í Reykjavík en var pakkað saman og hefur hvílt sig í gámi undanfarin ár, þangað til hann öðlaðist nýtt líf við Aðalgötu bæjarins, Austurveg.
Lesa meira
Jómfrúarræða Aðalheiðar sem bæjarstjóra

Hátíðarræða bæjarstjóra

Það er mér mikill heiður að fá að tala hér í dag. Að vera fyrsta konan til að gegna hlutverki bæjarstjóra á Seyðisfirði er svolítið sérstakt fyrir mér. Ég hef átt mér margar góðar fyrirmyndir sem hafa kennt mér að það að vera kona stendur ekki í vegi fyrir því að starfa við hvað sem er. Hvort sem það er á vélunum í frystihúsinu, við suðu í smiðjunni, sem tónlistarkona eða bæjarstjóri.
Lesa meira
Úlpur, húfur og vettlingar eru málið!

Þjóðhátíðardagur í 6 gráðum

Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins fóru fram með pompi og pragt eins og Seyðfirðingum er von og vísa. Dagurinn hófst að venju í kirkjugarðinum, þar sem lagður var blómsveigur að leiði Björns Jónssonar frá Firði. Krakkahlaup hófst í hafnargarðinum klukkan 11, þar sem vaskir hlauparar á öllum aldri tóku þátt og stóðu sig vel. Eftir hádegi skaut Jóhann Sveinbjörnsson svo úr fallbyssunni, eins og myndin sýnir, við mikinn fögnuð áhorfenda og svo var skrúðgengið inn að kirkju þar sem fram fór hátíðardagskrá.
Lesa meira

2473. bæjarráð 19.06.19

2473. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar MIðvikudaginn 19. júní 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 17.05. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður L – lista. Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L – lista. Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

51. fundur í velferðarnefnd 18.06.19

Fundur Velferðarnefndar nr. 51 / 18.06.19 Fundur var haldinn þriðjudaginn 18. júní í fundarsal íþróttarhússins klukkan 17:00. Mætt á fundinn: Arna Magnúsdóttir, formaður L- lista, sem ritaði fundargerð, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, L-lista, Cecil Haraldsson, L-lista, Elva Ásgeirsdóttir, D-lista, Bergþór Máni Stefánsson, D-lista, Eygló Björg Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eva Björk Jónudóttir þjónustufulltrúi, boðaði forföll.
Lesa meira
Áfram krakkar - áfram blak - Áfram Huginn!

Krakkablak 2018-2019

Í ár æfðu um 60 krakkar blak á vegum blakdeildar Hugins. Farið var á öll mót á vegum BLÍ, Íslandsmót og bikarmót í 6. 5. 4. og 3. flokki bæði stúlkna og drengja. Farið var á Húsavík, Akureyri, Neskaupstað og í Mosfellsbæ. Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel og má nefna að 4. flokkur kvenna spilaði til úrslita í kjörísbikarnum og 2 stelpur í 3. flokki spiluðu með Þrótti Nes og urðu Kjörísmótsmeistarar í ár. 4. flokkurinn tapaði sínum leik, en frábært afrek að komast í úrslitaleikinn samt sem áður.
Lesa meira
Dagskrá / Program

17. júní á Seyðisfirði

Hátíðardagskrá 10:00 Blómsveigur lagður á leiði Björns Jónssonar frá Firði 11:00 17. júní hlaup fyrir hressa krakka. Mæting í Hafnargarðinum, skráning á staðnum. Verðlaun. 13:30 Skotið úr fallbyssu við bæjarskrifstofu, skrúðganga að kirkju
Lesa meira

5. fundur í fræðslunefnd 13.06.19

Fundargerð 5. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019. Fimmtudaginn 13.júní 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á bæjarskrifstofu kaupstaðarins.Hófst fundurinn kl. 16:00. Fundinn sátu: Ragnhildur B. Árnadóttir formaður L_lista Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista, Jóhanna Magnúsdóttir D-lista, Gunnar S. Rúnarsson L-lista Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.
Lesa meira

2472. bæjarráð 12.06.19

2472. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 12. júní 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. fundurinn hófst kl. 16.00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður L – lista. Þórunn Hrund Óladóttir í stað Hildar Þórisdóttur L – lista. Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Tryggur tilverugrundvöllur til framtíðar!

Lög um lýðskóla samþykkt

Þar til í gær, þriðjudaginn 11. júní, var engin löggjöf til á Íslandi um málefni lýðskóla. Tveir lýðháskólar hafa þó starfað á Íslandi síðustu ár, en þeir skulu nú samkvæmt nýrri löggjöf heita lýðskólar. Skólarnir sem um ræðir eru LungA-Skólinn á Seyðisfirði og Lýðháskólinn á Flateyri. Einnig eru áform um að setja á fót lýðskóla Ungmennafélags Íslands á Laugarvatni. Lagafrumvarpið var samþykkt samhljóða á Alþingi í gær.
Lesa meira