Frestast!

Vinnustofa á Seyðisfirði

Af óviðráðanlegum orsökum þurfum við að fresta vinnustofunni sem fara átti fram á Seyðisfirði í dag. Ný tímasetning verður auglýst síðar. Nú er hægt að sækja um í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Vinnustofa vegna umsókna þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið verður haldin í Silfurhöllinni fimmtudaginn 12.desember frá kl. 13:00-15:00.
Lesa meira
Er allt klárt?

Óveður framundan

Veðurstofan hefur sent frá sér appelsínugula viðvörun fyrir mest allt landið í dag og búist er við að óveðrið standi fram á miðvikudag. Gott er að nota tímann áður en veðrið skellur á og ganga vel frá öllum lausum hlutum svo að þeir fjúki nú ekki út í veður og vind. Fólk er hvatt til að fara varlega og fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum til dæmis á vef Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar
Lesa meira
Stefán Logi Birkisson

Nýr Seyðfirðingur

Bæjarstjórinn heimsótti síðast liðinn föstudag Stefán Loga Birkisson. Stefán Logi fæddist þann 4. maí 2019 á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað. Hann var 52cm og 4012gr við fæðingu. Stefán Logi er sonur þeirra Ernu Rutar Rúnarsdóttur og Birkis Friðrikssonar og er þeirra annar sonur, en fyrir eiga þau soninn Gunnar Mána, fæddan 2017. Fjölskyldunni er óskað innilega til hamingju með hinn káta Stefán Loga og óskað gleðilegra jóla og nýs árs.
Lesa meira

Ferða- og menningarnefnd 09.12.19

Fundur ferða- og menningarnefndar 9. desember 2019 Boðað var til fundar ferða- og menningarnefndar mánudaginn 9. desember 2019 klukkan 16:00 í fundarsal bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Mætt: Tinna Guðmundsdóttir, formaður L-lista Oddný Björk Daníelsdóttir, varaformaður D-Lista Arnbjörg Sveinsdóttir frá menningargeira Ólafur Pétursson, varamaður frá ferðaþjónustu Bendikta Svavarsdóttir, varamaður frá ferðaþjónustu Fjarvera: Bóas Eðvaldsson, frá ferðaþjónustu Sesselja Hlín Jónasardóttir, frá ferðaþjónustu Hjalti Bergsson, áheyrnarfulltrúi Fundur hófst: 16:00.
Lesa meira
Hátíð barnanna

Verum allsgáð og sýnum ábyrgð

"Höldum gleðileg jól og sköpum góðar minningar" eru einkunnarorð fræðsluátaks FRÆ; Fræðslu og forvarna um jólahátíðina og áramótin 2019. Börn líta áfengisneyslu öðrum augum en fullorðnir. Áfengisneysla foreldra og annarra nákominna getur valdið börnum kvíða og öryggisleysi og komið í veg fyrir að þau njóti tilhlökkunarinnar og eftirvæntingarinnar sem eru svo stór hluti hátíðanna.
Lesa meira
Aríel Ylfa Arnarsdóttir

Nýr Seyðfirðingur

Bæjarstjórinn heimsótti í dag Aríel Ylfu Arnarsdóttir, skvísu sem er nýorðin eins árs. Hún er fædd í Neskaupsstað þann 27.11.2018. Aríel, sem er dóttir þeirra Hönnu Lífar og Arnars, var 3130gr og 50cm við fæðingu. Hún á einn hálfbróður, Leon Leví, sem er 3,5 árs. Þau systkinin eru einnig svo heppin að eiga von á litlu systkini í byrjun febrúar 2020. Á heimilinu býr einnig hann Balti, 7 mánaða hvolpur af Vizla tegund.
Lesa meira

2492. bæjarráð 04.12.19

2492. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Miðvikudaginn 4. desember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir formaður, L –lista, Þórunn Hrund Óladóttir í stað Rúnars Gunnarssonar L-lista. Skúli Vignisson í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

9. fundur í fræðslunefnd 03.12.19

Fundargerð 9. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019 Þriðjudaginn 03. des 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:15. Fundinn sátu: Ragnhildur Billa Árnadóttir formaður L-lista, Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista, Katla Rut Pétursdóttir L- lista, Jóhanna Magnúsdóttir D-lista, Mætt vegna liðar 1-5: Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Ágústa B. Sveinsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar. Þorkell Helgason fulltrúi grunnskólakennara og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fulltrúi foreldra í grunn- og leikskóla Inga Þorvaldsdóttir ritaði fundagerð. Fundagerð færð í tölvu.
Lesa meira
5. desember klukkan17, Herðubreið

Opinn íbúafundur um ofanflóðahættumat og mögulegar varnir fyrir Seyðisfjörð

Tómas Jóhannsson frá Veðurstofu Íslands og Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði ásamt fulltrúum frá lögreglu- og bæjaryfirvöldum fara yfir helstu atriði og sitja fyrir svörum. Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem búa á svæði C eru sérstaklega hvattir til þess að mæta á fundinn.
Lesa meira
Tekur þú þátt í bíllausri viku eða símalausum samverudegi?

Heilsueflandi fréttir

Í dreifibréfi frá stýrihópi heilsueflandi samfélags, sem á að hafa borist í öll hús á Seyðisfirði, kom þetta fram :
Lesa meira