ATH!!!

Hreinsunardegi frestað!

Fyrirhuguðum hreinsunardegi, sem átti að vera í dag 28. maí, er frestað vegna veðurs. Athuga þarf nýja dagsetningu þegar veðráttan fer að líkjast sumri. Verður auglýst síðar. Minnt er á blóðþrýstingsmælingar í Kjörbúðinni milli klukkan 15 og 17 í dag, fólki að kostnaðarlausu, í samvinnu við Hreyfiviku.
Lesa meira
"Hættum að velta okkur upp úr smáatriðum og tilgangslausri neikvæðni"

Viðtal mánaðarins - maí

Eins og flestir Seyðfirðingar vita varð Ólafur Sigurðsson fyrir því hræðilega áfalli að missa yngri son sinn, Bjarna Jóhannes Ólafsson, í apríl árið 2017. Óli er íþróttakennari og þekktur fyrir að hreyfa sig mikið, en þó hefur væntanlega ekki farið fram hjá Seyðfirðingum hve mikið hann hefur gengið undanfarið í fylgd með svörtum ferfætlingi. Í þessu viðtali verður forvitnast um hvort og hvernig Óli notar hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl til að vinna úr sorginni og að halda góðri heilsu.
Lesa meira

4. fundur í fræðslunefnd 27.05.19

Fundargerð 4. fundar Fræðslunefndar Seyðisfjarðar 2019. Mánudaginn 27.maí 2019 kom fræðslunefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á efri hæð í íþróttahúsi kaupstaðarins. Hófst fundurinn kl. 16:00. Fundinn sátu: Ragnhildur B. Árnadóttir formaður L_lista Bára Mjöll Jónsdóttir L-lista, Jóhanna Magnúsdóttir D-lista, Ingvar Jóhannsson B- lista, Vegna liðar 1-6 : Svandís Egilsdóttir skólastjóri, Ágústa Berg fulltrúi starfsmanna leikskóladeildar. Vegna liðar 7 : Aðalheiður Borgþórsdóttir Fundargerð ritaði Inga Þorvaldsdóttir.
Lesa meira
Hreinn bær - fagur bær!

Hreinsunardagur og Hreyfivika 2019

Í dag, mánudaginn 27. maí, hefst hreyfivika 2019. Ýmislegt er í boði eins og fram kom í dreifibréfi fyrir helgina, en lögð er sérstök áhersla á "Hreyfibækurnar" við Lions bekkina. Einnig er áhugaverð byrjendakennslan í folfi miðvikudaginn 29. maí - diskar verða á staðnum. Tilvalið er að taka þátt í hreinsunardeginum á morgun, þriðjudag 28. maí og skrifa þá vegalengd sem gengin er í einhverja bókina.
Lesa meira
Hugguleg stemning

Handavinna eldri borgara

Síðast liðinn miðvikudag, lét Hanna Þórey Níelsdóttir, af störfum sem umsjónarmaður með handavinnu eldri borgara. Hanna Þórey hefur gegnt starfinu síðast liðin 11 ár og óhætt er að segja að margt skemmtilegt hafi verið brallað á miðvikudögum í Öldutúni. Hópurinn sem sækir handavinnu er stór og í honum ríkir hugguleg stemning.
Lesa meira
Tekur gildi 1. júní

Júníopnun Íþróttahúss

Mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 06 – 20. Föstudaga frá klukkan 06 – 19. Lokað um helgar. Líkamsræktin er ekki opin utan auglýsts opnunartíma. Opnun í júlí og ágúst nánar auglýst síðar.
Lesa meira
Húsnæðisskýrsla og skoðanakönnun

Húsnæðiskönnun

Kæru bæjarbúar. Atvinnu og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar var falið að taka að sér það verkefni að greina stöðu húsnæðismála á Seyðisfirði. Mikið er rætt um það í samfélaginu að það vanti húsnæði, það eru fá hús til sölu og ekki hafa verið byggð ný hús í mörg ár.
Lesa meira
Umhirða trjáa á lóðamörkum

Umhverfismál

Umræða um tré og runna sem slúta yfir gangstéttar og hefta umferð gangandi vegfarenda. Umhverfisnefnd vill beina því til íbúa að snyrta tré og runna sem ná út fyrir lóðamörk fyrir 12. júní næstkomandi að öðrum kosti verði það gert af starfsmönnum kaupstaðarins á kostnað eigenda í samræmi við 3. kafla. gr. 68 lið 4 og 5 í Byggingareglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Lesa meira
Allir að safna í lið og taka þátt

Kappróður á sjómannadaginn

Ákveðið hefur verið að endurvekja kappróðurinn um sjómannadagshelgina og nú hvetjum við alla áhugasama um að taka þátt. Í hverju liði eru 6 manns ásamt einum stýrimanni. Keppt verður laugardaginn 1. júní næst komandi, en nánari tímasetning kemur síðar.
Lesa meira

2469. bæjarráð 22.05.19

2469. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 22. maí 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður L – lista. Hildur Þórisdóttir L – lista. Elvar Snær Kristjánsson D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira