Ég myndi vilja hvetja fólk til minnka stressið, slappa af og hvíla sig og passa að hafa gaman líka

Viðtal mánaðarins - nóvember

Elfa Hlín Pétursdóttir er viðmælandi nóvembermánaðar. Elfa Hlín hefur meðal annars starfað af krafti í bæjarmálum fyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Hún hóf störf vorið 2018 sem formaður bæjarráðs og fulltrúi í bæjarstjórn, en þurfti svo að taka sér veikindaleyfi og í kjölfarið að segja sig frá flestum sínum verkefnum. Verkefnastjóri fékk að heyra hennar sögu og tengsl hennar veikinda við kulnun.
Lesa meira
Sýnd í bíósal Herðubreiðar

Agnes Joy

Kvikmyndin Agnes Joy, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, verður sýnd á Seyðisfirði laugardaginn 30.nóvember kl. 20:00 og sunnudaginn 1.desember kl. 17:00.
Lesa meira
Undirbúningsstjórn klár!

Sveitarstjórnarkosningar í apríl 2020

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa skipað undirbúningsstjórn sem skal undirbúa stofnun nýs sveitarfélags. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu sameiningu sveitarfélaganna með afgerandi hætti þann 26. október síðastliðinn. Áætlað er að kosið verði til nýrrar sveitarstjórnar eftir páska og að nýtt sveitarfélag taki til starfa í lok apríl eða byrjun maí. Fram að þeim tíma starfa sveitarfélögin fjögur eins og verið hefur.
Lesa meira

2491. bæjarráð 26.11.19

2491. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 14:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Hildur Þórisdóttir L-lista. Oddný Björk Daníelsdóttir í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

Umhverfisnefnd 25.11.19

Fundur umhverfisnefndar 25. nóvember 2019 Mánudaginn 25.11.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 16:20 Fundarmenn: Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Lesa meira

Ljós í kirkjugarði

Seyðfirðingar geta fengið tengd ljós á leiði ættingja sinna í kirkjugarðinum gegn gjaldi krónur 1.500. Spennan á ljósunum er 24 volt. Vinsamlegast hafið samband við formann sóknarnefndar Jóhann Grétar sími 472 1110. Hægt er að greiða inn á bankareikn kennit. 210639-2099 banki nr. 0176 26 117. Tenglarnir eru tengdir núna og aftengdir í byrjun febrúar.
Lesa meira

11. fundur í hafnarmálaráði 21.11.19

11. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15 Fundinn sátu: Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista, Guðjón Már Jónsson L-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri, Unnar B. Sveinlaugsson áheyrnarfulltrúi. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira

Olweusardagur

Bæjarskrifstofa Seyðisfjarðar fékk skemmtilega heimsókn í morgun þar sem unglingar í unglingadeild Seyðisfjarðarskóla mættu með plakat sem þau höfðu gert í tilefni af Olweusardeginum. Á plakatinu er gerð grein fyrir því hvað er að vera vinur og ekki vinur, til dæmis eru vinir traustir og góðir en svíkja ekki né baktala. Seyðisfjarðarskóli er Olweusarskóli sem þýðir að einelti er ekki liðið í skólanum og stuðlað er að jákvæðum samskiptum milli kennara, nemenda og foreldra. Einkunnarorð Seyðisfjarðarskóla; í hverju barni býr fjarsjóður, eru höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans.
Lesa meira

2490. bæjarráð 20.11.19

Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista, Hildur Þórisdóttir L-lista. Elvar Snær Kristjánsson D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi B – lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði bæjarstjóri. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira
Opnunartími

Endurvinnsla og flösku/dósamóttaka

Opið verður fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði (28. nóvember / 5. og 19. desember osfrv). Opið er frá klukkan 15-17.
Lesa meira