Framboðsfrestur er til 29. ágúst

Sveitarstjórnarkosningar 2020

Auglýsing frá yfirkjörstjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar um framboðsfrest og viðtöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 19. september 2020. Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem fram fara þann hinn 19. september 2020, rennur út klukkan 12.00 á hádegi laugardaginn 29 ágúst 2020. Yfirkjörstjórn mun koma saman til að taka á móti framboðslistum í fundarsal á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12 á Egilsstöðum milli klukkan 10.00 og 12.00 þann dag.
Lesa meira
Umsóknarfrestur til 15. september!

Hugmyndasamkeppni – Gamla ríkið, Hafnargötu 11, Seyðisfirði

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir hér með eftir aðilum sem hafa áhuga á að koma með rekstur inn í Gamla ríkið, Hafnargötu 11, Seyðisfirði.
Lesa meira
19. september

Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi

Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna rennur út á hádegi laugardaginn 29. ágúst nk. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum. Við heimastjórnarkosningar er kosning ekki bundin við framboð en allir kjósendur á viðkomandi svæði eru í kjöri. Heimastjórnir spurningar og svör. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 27. júlí hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum Íslands.
Lesa meira
Á svæði væntanlegra ofanflóðavarnargarða

Nýjar vísbendingar um torfbyggingar

Rannsóknirnar í ár hafa gengið vel. Fundist hafa vísbendingar um að þrjár torfbyggingar hafi staðið á framkvæmdarsvæði ofanflóðarvarnargarðanna, tvær nálægt bæjarhóli Fjarðar og það þriðja í norðurhluta svæðisins. Bráðabirgðaniðurstöður gjóskulagagreininga gefa til kynna að byggingarnar gætu hafa verið reistar annars vegar á bilinu 940-1160 og hins vegar fyrir 1477. Einnig hefur fundist mannvist sem gæti verið frá 12. öld á 110 cm dýpi undir aurskriðu í bæjartúninu sem virðist hafa fallið fyrir árið 1477.
Lesa meira

1766. bæjarstjórn 12.08.20

1766. fundur bæjarstjórnar Seyðisfjarðar Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 hélt bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar fjarfund í Zoom og hófst fundurinn kl. 16:00. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á vef kaupstaðarins að fundi loknum. Fyrsti liður á dagskrá verður ræddur fyrir luktum dyrum að hluta til samkvæmt samþykktum um stjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, 12. grein. Fundinn sátu: Hildur Þórisdóttir forseti L-lista, Þórunn Hrund Óladóttir L-lista, Benedikta G. Svavarsdóttir L-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista, Rúnar Gunnarsson L-lista, Skúli Vignisson í stað Elvars Snæs Kristjánssonar D-lista, Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri var fjarverandi. Fundarritari var Eva Jónudóttir.
Lesa meira
Ökuhraði, hámarkshraði, bifreiðastöður og fleira

Umferð á Seyðisfirði

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur unnið að reglum um umferðarstefnu á Seyðisfirði. Við gildistöku ákvæða auglýsingar þessarar falla úr gildi öll eldri ákvæði um umferð á Seyðisfirði. Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.
Lesa meira
125 ára afmælishátíð, LungA afmæli, bryggjuhátíð, 100 milljónir og fleira

Stór og mikill júlímánuður

Júlímánuður var stór og viðburðaríkur á Seyðisfirði þrátt fyrir Covid . Hér verður stiklað á því helsta. Fyrst ber að nefna afmælishátíð kaupstaðarins, í tilefni af 125 árum hans. Vegna covid-19 var ákveðið að halda lágstemmda opnunarhátíð laugardaginn 18. júlí, þar sem gestum var meðal annars boðið upp á kaffi og afmælisköku í Herðubreið.
Lesa meira
Verkefnastjóri rafrænnar þróunar og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi

Nýr starfsmaður

Á fundi undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem haldinn var mánudaginn 10. ágúst 2020 var samþykkt að ganga til samninga við Gunnar Val Steindórsson um starf verkefnastjóra rafrænnar þróunar og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi. Gunnar Valur er valinn úr hópi hæfra umsækjenda.
Lesa meira
Verkefnastjóri, Gamla ríkið

Laust starf

Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir aðila til að stýra framkvæmdum í Gamla ríkinu. Hentar öllum kynjum. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2020. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri á netfangið adalheidur@sfk.is og í síma 470-2304 á skrifstofutíma.
Lesa meira

2519. bæjarráð 06.08.20

2519. fundur bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar Fimmtudaginn 06.08.2020 kom bæjarráð Seyðisfjarðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Fundurinn hófst kl. 16:00. Fundinn sátu: Rúnar Gunnarsson formaður, L –lista. Hildur Þórisdóttir, L -lista. Skúli Vignisson í fjarveru Elvars Snæs Kristjánssonar, D – lista. Vilhjálmur Jónsson áheyrnarfulltrúi, B - lista. Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri. Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir. Fundargerð var færð í tölvu.
Lesa meira