Aðalfundur 20. apríl 2017

Aðalfundur Seyðfirðingafélagsins árið 2017, haldinn þann 20. apríl á Cafe Meskí, Fákafeni 9.

Fundur settur kl. 20:05.

Mættir:

Katla Rut Pétursdóttir sem ritaði fundargerðina, Karen Kristine Pye, Hrefna Sif Jónsdóttir, Óttarr Magni Jóhannsson, Borghildur Vigfúsdóttir, Guðfinna S. Gunnþórsdóttir, Björg B. Blöndal, Axel Jóhann Ágústsson, Helgi Ágústsson, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Hreiðar Sigmarsson, Kristbjörg Jóhannesdóttir og Árdís Björg Ísleifsdóttir.

Inga Jóna Óskarsdóttir og Elsa Harðardóttir voru með í gegnum Skype og hlustuðu á fundinn.

 1. Hrefna setur fundinn, býðst til að vera fundarstjóri og er það samþykkt einróma.
 2. Ársskýrsla stjórnar – Hrefna les hana. Hægt er að lesa ársskýrsluna á facebook síðu félagsins.
 3. Ársreikningur lagður fram og Karen skýrir ársreikninginn

Björg Blöndal spyr hver leigan í vetur var á Skógum, Karen svarar, hún var 80.000 á mánuði. Fundargestum fannst það ekki mikið.

 1. Umræða um Sólarkaffi, Óttarr Magni spyr af hverju er þetta ekki tekjupóstur félagsins lengur. Þetta gekk betur þegar fólk var að baka sjálft telur hann. Ósáttur við að það sé verið að borga með sólarkaffinu. Segir að þetta hafi verið stór tekjulind fyrir félagið. Vill að það sé leigður salur og þetta sé tekið upp á gamla mátann. Fólk taki að sér að baka,gera kleinur, pönnukökur og whatever segir hann. Fólk geti svo sent reikning upp í hráefni og það sé borgað ef maður vill. Hann er ósáttur með að þetta sé borgað niður og sér enga ástæðu til þess að henda peningum út um gluggann.
  Heiðbjört segir að þessu hafi verið breytt árið eftir að hún hætti í stjórn.
  Björg Blöndal segir að ekki megi gleyma því að sitja svona og gagnrýna svona ákvörðun, fór ekki seinast, en það var orðið svo þröngt í þeim sal sem var notaður og erfitt vegna plássleysis. Það sé erfitt að fá sali án keyptra veitinga í dag. Telur að það sé erfitt að meta hversu margir mæta og það sé ekki hægt að meta það.
  Hrefna tekur við fundarstjórn og segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að létta á störfum stjórnarinnar.
  Björg Blöndal tekur aftur við orðinu – allt í lagi að prófa þetta fyrirkomulag en það sé allt í lagi að snúa til baka.  Þora að prufa eitthvað nýtt. En svo er hægt að snúa tilbaka ef meðlimir vilja. Telur að það sé nýrrar stjórnar að vega og meta valkostina.
  Heiðbjört vill meina að það sé lítið mál að baka og hringja í fólk.
  Árdís vill meina að þetta snýst um að það sé fullt af fólki sem telur það ekki eftir sér að baka fyrir Seyðfirðingafélagið. 
  Hrefna tekur vel í orð Bjargar, kannski er gaman að snúa tilbaka aftur til gamalla hefða.  Hafa sólarkaffið aftur eins og það var.
  Óttarr vill meina að hann heyri í fullt af Seyðfirðingum daglega og í kringum sig sé óánægja með sólarkaffið, störf stjórnar.  Hann talaði helling um að gamla mátann og hluti af samheldninni í félagsskapnum með þessa svokölluðu kaffinefnd og skapaði félaginu hellings tekjur.  Það var gert til þess að halda Skógum við.
  Guðfinna vill tala um að það var líka erfitt að finna sal fyrir þennan mannfjölda.
  Björg vill meina að það eru ekki margir staðir á þessari stærðargráðu í RVK til útleigu án veitinga.
  Ef Sólarkaffið verður haldið á gamla mátann og við bökum sjálf þá er Heiðbjört til í að vera formaður kaffinefndar og Kristbjörg er til í að baka.
 2. Skógar
  Karen kemur með innslag frá stjórninni um það að félagið snúist ekki um að eiga hús og að tilgangur þess sé ekki farinn án hússins heldur snúist þetta um að hitta hvort annað og félagsskapurinn sé mikilvægur.
  Hrefna sagði að jákvæður punktur sé að salan hafi farið til ungs pars með barn sem var að velja á milli þess að búa á Seyðisfirði og Egilsstöðum og sé virkilega ánægjulegt fyrir félagið að húsið sé komið í góðar hendur og stuðla jafnframt að auknum íbúafjölda í bæjarfélaginu.
  Segir að helst myndum við vilja kaupa litla íbúð á Seyðisfirði sem væri auðveld í rekstri og viðhaldi. Fólk klappar. Axel vill meina að niðurgreiðsla til félagsmanna í formi styrkja fyrir gistingu á Seyðisfirði sé bull. Fólk sammála því. Stjórnin afhuga þessari hugmynd líka.
  Óttarr segir að Skógar séu barn síns tíma vegna þess að það er óhentugs aðgengi.
  Hann gerir enga athugasemd vegna sölu skóga.
  Karen talar um Guðný Láru og hvaða framkvæmdir þau ætla að fara í.  Þau ætla að nostra við húsið.
  Björg er ánægð með sölu skóga á 8 milljónir, hrósaði stjórninni.
  Helena er ánægð en var áhyggjufull yfir sölu skóga. Hrósar okkur.
  ALLIR vilja kaupa íbúð. Hafa samband við fasteignasala fyrir austan og hóa í okkur ef eitthvað kemur á sölu.
  Maðurinn hennar Helenu vill meina að hefðbundið íbúðarhúsnæði sé endilega ekki endanleg lausn.  Kannski hægt að standsetja húsnæði.  Hvetja okkur að hugsa út fyrir kassann. 
  Hrefna talar um að standsetja vinnuhóp sem gæti farið austur.
 3. Kosning Formanns
  Óttarr stingur upp á Hrefnu sem áframhaldandi formaður, samþykkt einróma.
 4. Kosning stjórnar
  Þeir sem eru boðnir fram eru núverandi stjórn utan Inga Þórs, hann vill ekki vera áfram. Það eru því Karen Kristine Pye, Katla Rut Pétursdóttir og Hrefna Sif Jónsdóttir. Auk þess bjóða sig fram Óttarr Magni Jóhannsson, Axel Jóhann Ágústsson, Elsa Harðardóttir (á Skype), Jóna Ólafsdóttir (fjarverandi) og Sigurjón Þór Hafsteinsson (fjarverandi).
  Samþykkt einróma, á eftir að skipta í aðalstjórn (6 aðilar) og varastjórn (2 aðilar).
 5. Kosning tveggja skoðunarmanna – Inga Jóna og Einir Hilmarsson kosin áfram (bæði fjarverandi).
 6. Lagabreytingar
  Breyta lögum um að auglýsa þurfi aðalfund í fjölmiðlum til að hann sé löglegur, allir með þeirri lagabreytingu nema einn.
 7. Önnur mál
  Ábending um að stjórna betur fundinum næst frá Helga. Sjötta grein laga félagsins segir hvernig fundurinn skal skipulagður, Helgi bendir á að farið sé eftir þeirri stefnu. Réttilega. Skipuleggjum betur næst. Á aðalfundi sé fundarstjóri sem stjórnar. Útlisti nákvæmlega hvernig fundurinn sé farinn.  Fólk fái að tjái sig en fundinum stjórnað. Næsti aðalfundur sé formlegri.  Helgi býður sig fram á næsta fundi sem fundarstjóri.

  Óttarr ræðir um mögulega lagabreytingu (ekki lögð formlega fram núna en talar um málið), leggur til að þegar um stórar ákvarðanir sé að ræða þurfi að leggja það fyrir alla félagsmenn og ákveðinn fjöldi félagsmanna þurfi að samþykkja.

  Talað um að efla netfangalista félagsins og nota það meira til að boða fólk á fundi og koma fram hugmyndum og umræðum í gegnum öflugan netfangalista. Nota einnig facebook áfram. Rætt um að í umræðu um sölu á Skógum að mikilvægt sé að kynna svona stórar ákvarðanir vel fyrir félagsmönnum, komið fram að fólki hafi verið boðið á opinn félagafund um sölu á Skógum, það var mjög léleg mæting. Stjórn telur að fólk þurfi að mæta á fundi ef það vill koma skoðunum sínum á framfæri. Allir sammála um að skynsamlegt að nota tölvupóst í meiri mæli til að heyra skoðanir fólksins í félaginu.

  Helgi bendir á það ef að á að fara kaupa einhverja íbúð – af gefnu tilefni.  Tryggi að félagsmenn asamþykki að þetta standi til.  Að stjórn taki ekki stóra ákvörðun án þess að fá heimild félagsmanna. Leiðinlegt að fá einhverja hundóánægða á fundi eftir á.
  Stjórn passi að afla sér umboði frá félaginu og allar hliðar málsins.  Mjög þörf ábending. Passa upp á afsal.

  Fleiri viðburðir: Guðfinna talar um hvort sé á döfinni að plana einhverja aðra viðburði – er það eitthvað inn í myndinni.
  Dæmi:
  Kaffihúsahittingur, eitthvað fyrir krakkana, menningarhitting, haustfagnaður með menningarívafi, partý, miðbæjarhittingur – labba um höfnina með leiðsögn, sest svo inn á kaffihús.  Þetta eykur samheldnina.

  Óttarri finnst kjörið að samfélagsmiðlar séu nýttir til að koma fram með hugmyndir að viðburðum, hugmyndir geta þar komið fram frá hverjum sem er í félaginu, þarf ekki að vera stjórnin. Mjög sniðugt.
  Kosturinn í dag samfélagsmiðlar og að það sé auðvelt í dag að ná til fólks, t.d. grilldag upp í Heiðmörk, enginn kostnaður fyrir félagið.  Útlistar hvernig  grill fer fram.
  Fólk telur að það sé sniðug hugmynd að safna netföngum fólks og senda  á fólk í sambandi við viðburði.  Jafnvel að setja á fb síðu félagsins og safna saman netföngum fólks. Og safna netföngum á Sólarkaffi.

Óttarr vill tala um kostnað fréttabréfsins, telur að þetta sé kannski barn síns tíma að senda það út.  Talar um kostnaðinn.
Heiðbjört talar um að það sé allt í lagi með kostnaðinn , má ekki splæsa í eitthvað. 
Það er líka hægt að gera nefnd að safna auglýsingum fyrir blaðið – Helena býður sig fram í það.

Góð hugmynd að senda út skoðanakönnun um hvert sé álit fólks á því að kaupa fasteign.
Aðalfundur lýsir því yfir að allir mættir eru sammála því að það sé vilji fólks og krafa félagsmanna að eiga íbúð, hús á Seyðisfirði.

 

Fundi slitið kl. 22:15.