Aðventu- og jóladagskrá 2017

Hér á þessari síðu verður efni og viðburðum, sem hafa með aðventu og jólamánuð að gera, safnað saman. Velkomið er að senda efni varðandi þetta á vefsíðustjóra á netfangið eva@sfk.is. Höfum hlutina á einum stað, það auðveldar öllum.


Dalbotni

Skötuveisla verður í hádeginu á Þorláksmessu, laugardaginn 23. desember. Við verðum að biðja ykkur sem ætla að koma til okkar að skrá sig fyrir 20. desember. Þeir ganga fyrir sem hafa skráð sig. Það verður einnig saltfiskur.

Listi liggur frammi í Dalbotni.

-------------------------------------------------------------------------------------

Opnunartími

Þorláksmessa opið frá kl 10:00-20:00
Aðfangadagur opið frá kl 10:00-14:00
Jóladagur LOKAÐ
Annar í jólum LOKAÐ

Gamlársdagur opið frá kl, 10:00-14:00
1 janúar LOKAð

Um leið og við þökkum ykkur fyrir ánægjuleg viðskipti á liðnum árum, óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Síðasti dagur hjá okkur verður 28. febrúar.


Fossahlíð

Þriðjudagur 28. nóvember : Hengjum upp jólaseríur
Miðvikudagur 4. desember kl.10:00 : Piparkökubakstur
Þriðjudagur 5. desember kl.11:00 : Upplestur, 7. bekkur Seyðisfjarðarskóla
Miðvikudagur 6. desember kl. 15:00 : Jólahelgistund með séra Sigríði og fermingarbörnum
Föstudagur 8. desember kl.15:00 : Upplestur úr nýútkomnum bókum
Sunnudagur 10. desember : Aðventumáltíð og jólatónlist
Mánudagur 11. desember kl 14:00—16:00 : Jólaglögg og piparkökur í saumaklúbbnum í Sólbakka
Þriðjudagur 12. desember kl.14:00—16:00 : Jólaglögg og piparkökur
Miðvikudagur 13. desember kl 13:30 : Jólasöngur leikskólabarna
Fimmtudagur 14. desember kl 16:15 : Jólasprell með Siggu Boston
Föstudagur 15. desember kl 16:00 : Jólabíó og maulað á góðgæti
Laugardagur 16. desember Kl 17:00 : Jólatrén skreytt
Helgin 16.—17. desember : Söngfélagið Seyður syngur nokkur lög
Mánudagur 18. desember kl 12:40 : Börn frá listadeild Seyðisfjarðarskóla flytja tónlist
Mánudagur 18. desember kl. 16:00 : Jólabingó með Þóru og Pétri
Miðvikudagur 18. desember kl. 14:30 : Sellóleikur; Katla Gunnarsdóttir
Föstudagur 24. desember : Í hádeginu er möndlugrautur. Hefðbundið aðfangadagskvöld með kvöldverði kl. 17. Lesum jólakveðjur og njótum samverunnar.
Sunnudagur 25. desember kl. 13 : Hátíðarmessa. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir og Kirkjukór Seyðisfjarðarkirkju syngur.

Ef aðstandendur, bæjarbúar eða nærsveitamenn vilja taka þátt í aðventunni með okkur t.d. með því að koma að lesa, syngja, spila á hljóðfæri eða annað skemmtilegt til að gleðja íbúa Fossahlíðar hvetjum við þá til að hafa samband við hjúkrunarfræðinga og koma hugmyndum sínum á framfæri.


Friðarganga

Á Þorláksmessu kl. 17:00. Gengið verður frá kirkjunni hring um bæinn, endað aftur í kirkjunni. Hægt verður að kaupa kyndla á 1500 kr stykkið og léttar veitingar verða í boði. 


Jólaball Lions

Verður haldið í Herðubreið 27. desember klukkan 16:00.  Sama lága verðið, kr. 500.


Jólatré á Fossahlíðartúni

Kveikt verður á jólatrénu á Fossahlíðartúninu við spítalann fimmtudaginn 14. desember klukkan 16.15. Það verður dansað og sungið við jólatréð og jólasveinarnir mæta á svæðið.

Stjórn foreldrafélaganna


Jólaþrek

Dagný og Eva verða með jólaþrek í íþróttahúsinu. Fjórir tímar, 23.12 - 27.12 - 29.12 - 31.12. Nánari upplýsingar og skráning á facebook.


Seyðisfjarðarkirkja  

Sunnudaginn 3. desember klukkan 11 verður jólastund sunnudagaskólans. Saga jólanna, söngur og kirkjubrúður í kirkjunni og kakó og piparkökur í safnaðarheimilnu eftir stundina. 

Sunnudaginn 10. desember verður aðventukvöld klukkan 17:00. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Ræðumaður kvöldsins er Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla. Fermingarbörn flytja ljósaþátt. Kór Seyðisfjarðarkirkju flytur aðventulög og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sigurður Jónsson leikur forspil og eftirspil. Umsjón með kvöldinu hefur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson.

Aðfangadagur 24. desember verður aftansöngur klukkan 18:00. 


Jóladagur 25. desember verður hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni klukkan 14:00 og á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar klukkan 15.00.


Seyðisfjarðarskóli

- bendir á viðburðadagatal sitt hér 


Skaftfell

Munur - opnun laugardaginn 2. desember kl. 16:00 í sýningarsal Skaftfells
Aðventusýning Skaftfells er hópsýning með fjórum listamönnum sem öll eru mjög virk í íslensku listasenunni um þessar mundir. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Claudia Hausfeld, Elísabet Brynhildardóttir, Eva Ísleifsdóttir, Sindri Leifsson. Sýningarstjóri er Bjarki Bragason og samstarfsaðili er Listaháskóli Íslands. Munur stendur til 28. janúar 2018 og sýningarsalurinn er opinn á sama tíma og Bistróið, daglega frá kl. 15:00-21:00.

Ritöfundalestin - laugardaginn 2. desember kl. 20:30
Árviss rithöfundalest er samkvæmt hefð fyrstu helgi í aðventu. Lestin stoppar á Seyðisfirði laugardaginn 2. desember kl. 20:30 með rithöfundana Jónas Reynir Gunnarsson, Hrönn Reynisdóttir, Valur Gunnarsson, Friðgeir Einarsson innanborðs. Sérstakur gestur er Fríða Ísberg en með í för verða einnig austfirskir höfundar frá forlaginu Bókstaf. Aðgangseyrir 1000 kr. en 500 kr. fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum.

Sjá nánar á skaftfell.is