Greinargerð meirihlutans vegna deiluskipulags við Múlaveg og Hlíðarveg

Meirihlutinn vísar ásökunum minnihlutans til föðurhúsanna og bendir á að ekki hefur verið byggt íbúðarhúsnæði á Seyðisfirði í áratug. Sá árangur hefur náðst á því eina ári sem L-listinn hefur verið við völd að sótt hefur verið um 3 lóðir til húsbygginga, felld voru niður gatnagerðargjöld í 12 mánuði og Seyðisfjörður var valinn eitt 7 tilraunarsveitarfélaga Íbúðarlánasjóðs til að stuðla að húsbyggingum. Ennfremur var lögð fram skoðanakönnun fyrir Seyðfirðinga þar sem leitast var við að greina þörf fyrir húsnæði til leigu eða kaups. Sú vinna skilaði afgerandi niðurstöðum sem nú er unnið með í áframhaldandi samstarfi við Íbúðarlánasjóð.

Hildur Þórisdóttir og Þórunn Hrund Óladóttir