Greinargerð minnihlutans vegna deiluskipulags við Múlaveg og Hlíðarveg

Sá vandræðalegi flumrugangur sem meirihluti L-listans hefur viðhaft með málið er langt í frá viðundandi. Með því að láta undir höfuð leggjast að standa rétt að málum þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju í 6 vikna umsagnarferli. Að meirihlutinn vandi ekki betur til verka en raunin hefur verið veldur óásættanlegum töfum, loksins þegar framtakssamir aðilar er að ráðast í byggingu íbúðarhúsnæðis í skugga stefnuleysis meirihlutans í húsnæðismálum. Þó að skýrslum á vegum kaupstaðarins hafi reyndar fjölgað svo ekki sé hallað máli.

 

Elvar Snær Kristjánsson
Vilhjálmur Jónsson