Hlutverk þjónustufulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar

Þjónustufulltrúi :

 • er tengiliður Seyðisfjarðarkaupstaðar við Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs
 • heldur utan um félagslega heimaþjónustu og matarsendingar
 • heldur utan um umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning
 • sér um úthlutun á búsetuíbúðum fyrir eldri borgara í samvinnu við félagsþjónustu
 • er tengiliður Seyðisfjarðarkaupstaðar við Framtíðina, félag eldri borgara
 • er tengiliður Seyðisfjarðarkaupstaðar við erlenda íbúa um málefni þeirra
 • heldur utan um tómstundastarf aldraðra á vegum sveitarfélagsins
 • tekur við umsóknum um lækkun fasteignaskatts fyrir lífeyrisþega og öryrkja
 • heldur utan um þjónustu við lífeyrisþega sem getur falist í garðslætti og snjómokstri
 • er verkefnastjóri í heilsueflandi samfélagi
 • er forvarnarfulltrúi sveitafélagsins
 • heldur utan um skipulag í Hreyfiviku
 • starfar með velferðarnefnd
 • vinnur að jafnréttismálum ásamt velferðarnefnd
 • er ritari í bæjarstjórn