Atvinna
Seyðisfjörður er einn af elstu kaupstöðum landsins og byggir ríkulegt menningarstarf á gömlum merg. Staðurinn státar meðal annars af glæsilegri íþróttamiðstöð, frábæru skíðasvæði, sundlaug, heilsugæslustöð, bókasafni, framsæknu tækniminjasafni og miðstöð myndlistar á Austurlandi, Skaftfelli, sem Seyðisfjarðarskóli á gott samstarf við. Í bænum eru einnig rómaðir veitingastaðir og kaffihús.
Bílferjan Norræna siglir til Seyðisfjarðar vikulega allan ársins hring. Auðvelt er fyrir íbúa staðarins að skreppa til meginlandsins auk þess sem aðeins er 20 mínútna akstur til Egilsstaða þar sem m.a. er alþjóðlegur flugvöllur.
Fjöldi fallegra gamalla timburhúsa undir stórbrotnum fjöllum mótar svip þessa litla kaupstaðar þar sem allir koma öllum við og gott er að vera, ekki síst fyrir börn.