Bókhalds- og launafulltrúi

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar eftir  að ráða öflugan einstakling í starf bókhalds- og launafulltrúa. Um er að ræða fullt starf sem heyrir undir bæjarstjóra.

Leitað er að einstaklingi með mikla reynslu af störfum við bókhald og afstemmingar og þekkingu á bókhaldi. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

Bókhalds- og launafulltrúi hefur umsjón með og ber ábyrgð á allri launavinnslu á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hann ber ábyrgð á því að laun séu greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum.

Hann þarf að hafa þekkingu á kjara- og réttindamálum starfsmanna kaupstaðarins og geta túlkað kjarasamninga og vera í samskiptum við starfsmenn kaupstaðarins.

Bókhalds– og launafulltrúi annast færslu bókhalds og afstemmingar svo og skilum á skilagreinum eftir því sem við á. Þ.m.t. uppgjöri virðisaukaskatts og annarra skatta og gengur frá skýrslum til skattstjóra.

 

Helstu verkefni:

 • Launaútreikningur og önnur launavinnsla.
 • Túlkun kjarasamninga.
 • Innsending skilagreina og gerð launamiða.
 • Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna útborgunar launa.
 • Ýmsar greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála.
 • Samskipti við starfsmenn kaupstaðarins um kjara- og réttindamál.
 • Færsla bókhalds, afstemmingar og eftirlit með staðfestingu reikninga.
 • Afstemmingar bókhalds, þ.m.t. launa, skuldunauta og lánardrottna.
 • Aðrir verkþættir í samráði við næsta yfirmann.


Menntunar og hæfniskröfur:

 • Þekking og reynsla af launabókhaldi er nauðsynleg.
 • Þekking á kjaraumhverfi starfsmanna sveitarfélaga er nauðsynleg.
 • Framhaldsskólamenntun er nauðsynleg.
 • Sérhæfð viðbótarmenntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
 • Þekking og reynsla á sviði bókhalds er nauðsynleg.
 • Góð kunnátta og færni í Excel og Outlook er mjög æskileg.
 • Nákvæmni og öguð vinnubrögð.
 • Þjónustulund, þolinmæði, rík ábyrgðarkennd og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2017

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað rafrænt. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

---------------------------------------------------------------------------------------------------

Nánari upplýsingar veitir : 

Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
Sími 470 2304
Netfang: vilhjalmur@sfk.is

captcha