Bókhalds- og launafulltrúi

Seyðisfjarðarkaupstaður óskar eftir  að ráða öflugan einstakling í starf bókhalds- og launafulltrúa

Um er að ræða fullt starf sem heyrir undir bæjarstjóra. Leitað er að einstaklingi með mikla reynslu af störfum við bókhald og afstemmingar og þekkingu á bókhaldi. 

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

Bókhalds- og launafulltrúi hefur umsjón með og ber ábyrgð á allri launavinnslu á vegum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Hann ber ábyrgð á því að laun séu greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum.

Hann þarf að hafa þekkingu á kjara- og réttindamálum starfsmanna kaupstaðarins og geta túlkað kjarasamninga og vera í samskiptum við starfsmenn kaupstaðarins.

Bókhalds– og launafulltrúi annast færslu bókhalds og afstemmingar svo og skilum á skilagreinum eftir því sem við á. Þ.m.t. uppgjöri virðisaukaskatts og annarra skatta og gengur frá skýrslum til skattstjóra.

Helstu verkefni:

 • Launaútreikningur og önnur launavinnsla.
 • Túlkun kjarasamninga.
 • Innsending skilagreina og gerð launamiða.
 • Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna útborgunar launa.
 • Ýmsar greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála.
 • Samskipti við starfsmenn kaupstaðarins um kjara- og réttindamál.
 • Færsla bókhalds, afstemmingar og eftirlit með staðfestingu reikninga.
 • Afstemmingar bókhalds, þ.m.t. launa, skuldunauta og lánardrottna.
 • Aðrir verkþættir í samráði við næsta yfirmann.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Þekking og reynsla af launabókhaldi er nauðsynleg.
 • Þekking á kjaraumhverfi starfsmanna sveitarfélaga er nauðsynleg.
 • Framhaldsskólamenntun er nauðsynleg.
 • Sérhæfð viðbótarmenntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
 • Þekking og reynsla á sviði bókhalds er nauðsynleg.
 • Góð kunnátta og færni í Excel og Outlook er mjög æskileg.
 • Góð kunnátta og færni á notkun Navision fjárhags/bókhaldskerfi mjög æskileg.
 • Nákvæmni og öguð vinnubrögð.
 • Þjónustulund, þolinmæði, rík ábyrgðarkennd og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2018.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.

Sótt er um á vef kaupstaðarins. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Nánari upplýsingar:
Vilhjálmur Jónsson
bæjarstjóri
Sími 470 2300 
Netfang: vilhjalmur@sfk.is.


 

captcha