Byggingarfulltrúi

Sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í nýju sveitarfélagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Næsti yfirmaður er framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

 

Helstu verkefni:

• Byggingareftirlit og umsjón með byggingarmálum sveitarfélagsins

• Ráðgjöf er varðar byggingarmál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingarleyfisumsóknum

• Framkvæmd úttekta og útgáfa leyfa ásamt staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga

• Samskipti við hagsmunaaðila

• Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af framkvæmda- og umhverfismálastjóra sameinaðs sveitarfélags

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Viðkomandi skal hafa löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010

• Góð þekking og reynsla á sviði byggingarmála æskileg

• Mikil samskipta- og samstarfshæfni

• Frumkvæði og öguð vinnubrögð

• Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg

• Góð almenn tölvukunnátta


Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Áhugasamir, óháð kyni og uppruna, eru hvattir til að sækja um.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsóknir óskast fylltar út á vef Hagvangs www.hagvangur.isUmsóknarfrestur er til og með 25. september 2020.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.